Fara í efni

Laus störf

 Laus störf í Gerðaskóla

Í Gerðaskóla eru rúmlega 250 nemendur. Við skólann starfa áhugasamir og
metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans eru virðing, ábyrgð, árangur, ánægja. Í
Gerðaskóla leggjum við áherslu á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum
líður vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.

Stuðningsfulltrúi

Stuðningsfulltrúi er kennara til stuðnings við að sinna einum eða fleiri nemendum sem
þurfa sérstaka aðstoð. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og
sjálfstæði þessara nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Starfið
tekur mið af þar til gerðri áætlun sem hefur það að markmiði að draga smám saman úr
þörf nemanda/nemenda á stuðningi í þeim tilvikum þar sem það er hægt.

Auglýst er eftir starfsmanni í 70% starf frá kl. 8:00 - 13:30.

Við leitum að einstaklingi með menntun sem nýtist í starfi, er metnaðarfullur, góður í
mannlegum samskiptum og sveigjanlegur.
Umsóknarfrestur er til 28. október og skulu umsóknir berast á netfangið
eva@gerdaskoli.is
Nánari upplýsingar veitir Eva Björk Sveinsdóttir skólastjóri í síma 425 3050

Starfsmaður frístundaheimilis/Skólasels

Frístundaheimilið eða Skólaselið er fyrir börn í 1. - 4. bekk. Hlutverk
frístundaheimilisins er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir nemendur eftir
að hefðbundnum skóladegi lýkur. Starfið byggist á frjálsum leik, vali, hópastarfi og
útiveru. Einnig er boðið upp á síðdegishressingu á miðjum degi. Markmið
frístundaheimilisins er að hvert barn fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem
einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.

Auglýst er eftir starfsmanni í 40% starf frá kl. 13:10 - 16:15.

Við leitum að einstaklingi með menntun sem nýtist í starfi, er metnaðarfullur, góður í
mannlegum samskiptum og sveigjanlegur.
Umsóknarfrestur er til 28. október og skulu umsóknir berast á netfangið
eva@gerdaskoli.is
Nánari upplýsingar veitir Eva Björk Sveinsdóttir skólastjóri í síma 425 3050

 

Getum við bætt efni síðunnar?