Fara í efni

Laus störf

Skólastjóri Gerðaskóla

Suðurnesjabær óskar eftir að ráða skólastjóra Gerðaskóla. Við leitum að metnaðarfullum leiðtoga til að stýra framsæknum skóla í ört stækkandi sveitarfélagi. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir leiðtogahæfileikum, hafi viðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að viðhalda öflugu skólasamfélagi í samvinnu við íbúa og starfsfólk skólans. Í Suðurnesjabæ eru tveir grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar.

 Gerðaskóli er 250 nemenda heilsueflandi grunnskóli sem vinnur eftir stefnunni Jákvæður agi með það að markmiði að allir fái tækifæri til að vera besta útgáfan af sjálfum sér í leik og starfi. Í skólanum starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn sem leggja áherslu á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Leiðarljós Gerðaskóla er virðing, ábyrgð, árangur og ánægja

Húsnæði skólans er rúmgott og skólalóðin stór og skemmtileg til útivistar. Tónlistarskólinn er með aðstöðu í tónmenntastofu í skólanum og er frístundaskólinn einnig starfræktur innan veggja hans.

Nánari upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðunni www.gerdaskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans
 • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun
 • Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins
 • Móta framtíðarstefnu skólans innan ramma laga og reglugerða í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla
 • Stuðla að framförum, árangri, velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks
 • Vera í samvinnu við fræðsluyfirvöld í sveitarfélaginu um stefnumótun og ákvarðanatökur

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Leyfisbréf kennara og farsæl kennslureynsla í grunnskóla
 • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða
 • Farsæl reynsla af starfsmannastjórnun og þekking í áætlanagerð og fjármálastjórnun
 • Leiðtogafærni, frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt
 • Þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, á íslensku og ensku

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2023.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, gudrun@sudurnesjabaer.is eða í síma 425-3000.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir hæfni sinni í starfið. Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skilað á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is

Gerðaskóli auglýsir eftir kennurum

Laus störf í Gerðaskóla skólaárið 2023-2024

Sandgerðisskóli auglýsir eftir kennurum

Laus störf við Sandgerðisskóla skólaárið 2023-2024

Umsjónarmaður sumarnámskeiða

Suðurnesjabær leitar að áhugasömum einstaklingum til að sjá um leikjanámskeið sumarsins.

Umsjónarmaður sumarnámskeiða skipuleggur daglegt starf námskeiðanna og stýrir ungmennum úr vinnuskóla sem verða til aðstoðar. Námskeiðin samanstanda af leikjanámskeiðum og kofabyggð.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Ber daglega ábyrgð og yfirumsjón á skipulagningu og starfsemi leikjanámskeiða og kofabyggðar.
 • Gera dagskrá og skipuleggja verkefni námskeiðanna.
 • Vinnur markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan þátttakenda í sumarnámskeiðum.
 • Hefur samskipti við forráðamenn, viðeigandi stofnana og deilda.
 • Hefur frumkvæði að lausn verkefna á því sviði sem undir hann heyra.
 • Staðfestir vinnutíma ungmenna úr vinnuskóla skilar til yfirmanna.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Að hafa náð 20 ára aldri
 • Vera hugmyndaríkur og verklaginn
 • Vera lausnarmiðaður og skipulagður
 • Hafa góða færni í samskiptum og hæfni til að stýra fólki

Umsækjendur þurfa að hafa bílpróf og hreint sakavottorð. Allir umsækjendur þurfa að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 10. gr. laga nr.70/2007

Laun fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags

Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl 2023

Umsóknum um starfið þarf að fylgja ferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Sótt er um starfið á Alfreð.

Nánari upplýsingar veitir Rut Sigurðardóttir, deildarstjóri frístundaþjónustu á rut@sudurnesjabaer.is

Verkstjóri í vinnuskóla

Suðurnesjabær auglýsir eftir áhugasömum einstaklingi í starf verkstjóra vinnuskóla.

Starf verkstjóra felst í að skipuleggja og stýra starfi vinnuskólans, leiðbeina og samræma vinnu flokkstjóra og útdeila verkefnum í samráði við forstöðumann umhverfismiðstöðvar.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Ber daglega ábyrgð og yfirumsjón á skipulagningu og starfsemi vinnuskólans í samstarfi við forstöðumann umhverfismiðstöðvar.
 • Vinnur markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan starfsfólks og nemenda í vinnuskólanum.
 • Hefur samskipti við forráðamenn, viðeigandi stofnanir og deildir.
 • Forgangsraðar, samræmir og setur flokkstjórum vinnuskóla fyrir verkefni og tekur þátt í störfum þeirra.
 • Leiðbeinir flokkstjórum um verklag og aðferðir og hefur eftirlit með að vel og rétt sé unnið.
 • Gætir þess að ávallt liggi skýrt fyrir hvaða verkefnum flokkstjórar eigi að sinna.
 • Hefur frumkvæði að lausn verkefna á því sviði sem undir hann heyra og hann starfar að.
 • Staðfestir vinnutíma nemenda og flokkstjóra vinnuskóla og skilar til yfirmanna.
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Að hafa náð 22 ára aldri
 • Sé hæfur til að vera ungmennum fyrirmynd hvað varðar heilbrigðan lífsstíl, stundvísi og tillitssemi
 • Sé sjálfstæður í vinnubrögðum, skipulagður og lausnamiðaður
 • Hafa frumkvæði og drifkraft í starfi
 • Hafa góða færni í samskiptum og hæfni til að stýra fólki

Umsækjendur þurfa að hafa bílpróf og hreint sakavottorð. Allir umsækjendur þurfa að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 10. gr. laga nr.70/2007

Laun fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags

Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl 2023. Sótt er um starfið á Alfreð.

Umsóknum um starfið þarf að fylgja ferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið

Nánari upplýsingar veitir Rut Sigurðardóttir, deildarstjóri frístundaþjónustu á rut@sudurnesjabaer.is

Flokkstjórar í vinnuskóla

Suðurnesjabær auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum í störf flokkstjóra vinnuskóla.

Flokkstjórar sjá um að skipuleggja störf og leiðbeina ungmennum 14-16 ára í vinnuskólanum. Störf vinnuskólans eru fjölbreytt og sjá vinnuhópar vinnuskólans m.a. um umhirðu, gróðursetningu, þrif og hreinsun ásamt fleiri verkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Úthluta verkefnum og leiðbeina ungmennum um góð vinnubrögð
 • Þátttaka í starfi vinnuskólans ásamt ungmennunum.
 • Skipuleggja uppákomur í tengslum við vinnuna
 • Gæta að og ganga frá áhöldum og vélum sem notuð eru
 • Skrifa vinnuskýrslur og umsagnir
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Að hafa náð 20 ára aldri
 • Góð færni í samskiptum og hæfni til að stýra hópi af ungu fólki
 • Séu hæfir til að vera nemendum fyrirmynd hvað varðar heilbrigðan lífsstíl, stundvísi og tillitsemi
 • Séu sjálfstæðir, skipulagðir og sýni frumkvæði í starfi

Umsækjendur þurfa að hafa bílpróf og hreint sakavottorð. Allir umsækjendur þurfa að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 10. gr. laga nr.70/2007

Laun fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags

Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl 2023. Sótt er um starfið á Alfreð.

Umsóknum um starfið þarf að fylgja ferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið

Nánari upplýsingar veitir Rut Sigurðardóttir, deildarstjóri frístundaþjónustu á rut@sudurnesjabaer.is

Sumarstörf 17 ára og eldri

Suðurnesjabær auglýsir eftir öflugum einstaklingum til að sinna grasslætti og öðrum verkefnum í sumarvinnu 17 ára og eldri.

Helstu verkefni:

 • Grassláttur á opnum svæðum, skóla- og leikskólalóðum og öðrum svæðum sem sveitarfélagið sinnir.
 • Viðhald opinna svæða.
 • Ýmis verkefni tengd umhirðu og fegrun bæjarins.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Umsækjendur þurfa að vera fæddir árið 2006 eða fyrr.
 • Reynsla af orfa- og vélaslætti er kostur.
 • Áhugi á að halda sveitarfélaginu snyrtilegu.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði í vinnubrögðum og stundvísi.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Vinnustaðir Suðurnesjabæjar eru tóbakslausir og fjölskylduvænir.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 23.apríl. Sótt er um starfið í gegnum Alfreð.

Nánari upplýsingar veitir Einar Jónsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar, einarjonsson@sudurnesjabaer.is eða í síma 425 3045.

Getum við bætt efni síðunnar?