Fara í efni

Laus störf

Forstöðumaður safna í Suðurnesjabæ

Forstöðumaður ber ábyrgð á starfsemi safna Suðurnesjabæjar; Almenningsbókasafni, Byggðasafninu á Garðskaga og ljósmynda- og listaverkasafni. Forstöðumaður safna heyrir undir sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.

Starfssvið:

 • Áframhaldandi uppbygging safna í Suðurnesjabæ.
 • Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á rekstri safna sveitarfélagsins.
 • Yfirumsjón með stafrænum tímaritakosti bókasafnsins og öðrum gagnasöfnum.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem bókasafns- og upplýsingafræði, bókmenntafræði eða sagnfræði.
 • Reynsla af starfsmannahaldi.
 • Góð tölvukunnátta.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta, í ræðu og riti.
 • Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Starfsreynsla á bókasafni og þekking á söfnum er kostur, sem og reynsla af starfi með börnum og unglingum.

Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí 2021.

Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs í síma 425 3000, netfang bergny@sudurnesjabaer.is.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starf forstöðumanns safna. 

Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is

Sundlaugarvörður óskast
02. júlí 2021

Laus er til umsóknar 97 % staða kvenkyns sundlaugarvarðar við Íþróttamiðstöð Sandgerðis.

Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri, lokið námskeiði í skyndihjálp og standast sundpróf laugarvarða samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund og baðstöðum.

Í starfi sundlaugarvarðar felst m.a:

 • Öryggisvarsla við sundlaug og sundlaugarsvæði.
 • Klefavarsla/baðvarsla/gangavarsla/ rýmisvarsla.
 • Baðvarsla í karlaklefum.
 • Afgreiðsla og önnur þjónusta við gesti.
 • Þrif.

Hæfniskröfur:

 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Reynsla af starfi með börnum og unglingum.
 • Tölvukunnátta
 • Hreint sakavottorð.

Laun taka mið af starfsmati og kjarasamningum viðkomandi BSRB/ASÍ félaga við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Einar Karl Vilhjálmsson, í síma 692-8527 eða í tölvupósti á netfangið einarkarl@sudurnesjabaer.is

Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 19. júlí 2021.

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila á netfangið einarkarl@sudurnesjabaer.is

Getum við bætt efni síðunnar?