Fara í efni

Talmeinafræði

Suðurnesjabær sinnir ráðgjöf vegna vægari frávika og raskana hjá börnum og ungmennum skv. samkomulagi sem ríki og sveitarfélög gerðu með sér árið 2014. Sú þjónusta er skilgreind sem hluti af menntun þeirra nemenda.

Talþjálfun barna og ungmenna með alvarlegri raskanir er á hendi heilbrigðiskerfis og greiða skjólstæðingar hluta af þeim kostnaði eins og ákvarðast í lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008. Með nýjustu breytingum á lögunum sem samþykktar voru í maí 2016 fellur talþjálfun undir hámarksþak á greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu frá og með 1. janúar 2017. 

Talmeinafræðingur sveitarfélagsins gerir athuganir á börnum í leik- og grunnskólum og veitir starfsfólki og foreldrum ráðgjöf. Ferli tilvísana til talmeinafræðings er unnið í samvinnu við foreldra og kennara.  

Hjördís Hafsteinsdóttir er starfandi talmeinafræðingur hjá Suðurnesjabæ. 

Netfang hennar er hjordis@sudurnesjabaer.is 

Getum við bætt efni síðunnar?