Fara í efni

Forvarnir

 Forvarnarhópurinn Sunna

Forvarnarhópurinn Sunna er samráðshópur um forvarnir í Suðurnesjabæ og Vogum. Hópurinn hittist einu sinni í mánuði og ræðir forvarnamál og skipuleggur forvarnaverkefni í samvinnu við aðra tilheyrandi starfsmenn. Í hópnum eru fulltrúi félagsþjónustu Suðurnesjabæjar, tveir fulltrúar frá lögreglu, þrír skólastjórnendur, einn frá hverjum skóla í Suðurnesjabæ og Vogum, Íþróttafulltrúi Voga, deildarstjóri frístundaþjónustu í Suðurnesjabæ og tómstundafulltrúi Suðurnesjabæjar.

Frístundavefurinn

Á frístundavef sveitarfélagsins fristundir.is má finna allt framboð frístundastarfs sem í boði er í sveitarfélaginu hverju sinni. Síðunni er skipt upp eftir aldurshópum og því auðvelt að finna það sem maður leitar að. Gott er að fylgjast vel með því oft er þar auglýst styttri námskeið og á sumrin er mikið í
boði s.s. leikjanámskeið, kofabyggð og fleira skemmtilegt.

Getum við bætt efni síðunnar?