Fara í efni

Ungmennaráð

11. fundur 22. september 2023 kl. 14:15 - 15:45 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Hafþór Ernir Ólason formaður
  • Salóme Kristín Róbertsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðrún Vilmundardóttir aðalmaður
  • Ester Grétarsdóttir aðalmaður
  • Heba Lind Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Irma Rún Blöndal aðalmaður
Fundargerð ritaði: Rut Sigurðardóttir deildarstjóri frístundaþjónustu
Dagskrá

1.Leiksvæði í Suðurnesjabæ

2104080

Fjallað var um stöðu mála varðandi vinnu ungmennaráðs í að leggja til bættri útileiksvæðum fyrir börn í Suðurnesjabæ. Einnig var rætt um hlutverk Ungmennaráðs og að starfsmenn og bæjarfulltrúar leiti til þeirra til að ráðið geti sinnt sínu hlutverki sem skildi.
Afgreiðsla: Ungmennaráð leggur áherslu á að fjármagn í endurnýjun og viðhald á leiksvæðum verði sett inn í fjárhagsáætlun 2024 eins og fram hefur komið á öllum þremur fundum ungmennaráðs með bæjarráði og bæjarstjórn síðustu ár.
Ungmennaráð vill einnig leggja áherslu á að bæjarfulltrúar og starfsmenn sveitarfélagsins leiti til þeirra varðandi álit ungmenna í öllum málum sem þeim við kemur.

2.Sjálfssalar í grunnskólana

2104080

Rætt var um stöðu málsins en búið er að reyna að ná samkomulagi við Heilsukassann og Ölgerðina varðandi samning um að hafa sjálfssala sem fyrirtækin sæu um en það hefur ekki gengið bæði vegna staðsetningar sveitarfélagsins og vöruúrvals sem í boði yrði. Niðurstaðan sé að best sé að kaupa sjálfsala til eignar sem nemendur í skólunum geta rekið og valið hvað er í boði í sjálfsölunum og gæti það verið á sama tíma verið fjáröflun fyrir skólaferðalög. Hugsunin með verkefninu væri einnig að að krakkarnir séu að halda sér á skólalóðinni á skólatíma, velja heilsueflandi fæði til framboðs og slíkt verkefni gæti verið kjörið tækifæri fyrir ungmenni að læra að eigin raun um viðskipti og rekstur.
Afgreiðsla: Ungmennaráð leggur til við bæjarráð að áætlað verði fjármagn í að keyptir verði tveir sjálfssalar 1.500.000 kr stk. til eignar til að setja í sitthvorn skólann.

3.Gervigras fjölnotahús

1911061

Rætt um stöðu mála á að setja niður gervigrasvöll í Suðurnesjabæ og mikilvægi þess að fá bætta aðstöðu fyrir íþróttir í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla: Ungmennaráð vill hvetja bæjarstjórn til að setja í forgang að taka ákvarðanir til að hægt sé að hefja vinnu á gervigrasvelli í Suðurnesjabæ eins fljótt og unnt er.

4.Heilsuvika í Suðurnesjabæ.

2307034

Dagskrá heilsuviku í Suðurnesjabæ kynnt.
Ungmennaráð hvetur íbúa til að taka þátt í heilsuviku Suðurnesjabæjar og nýta sér það sem verið upp á að bjóða.

5.Ungmennaráð

2104080

Þar sem þessi fundur er síðasti fundur þessa Ungmennaráðs voru umræður um skoðanir fulltrúa hvað væri hægt að gera betur. Umræður snérust um að fleiri fundir þyrftu að vera á hverju tímabili a.m.k. 1 sinni í mánuði. Erindisréfið þyrfti að vera þannig upp sett að allir fulltrúar fari ekki á sama tíma og að eitt ár hjá sumum fulltrúum er of stuttur tími, 3-4 ár væru passlegur tími fyrir hvern fulltrúa til að sitja í ráðinu. Einnig voru umræður um hlutverk Ungmennaráðs og mikilvægi þess að starfsmenn og bæjarfulltrúar leiti til þeirra varðandi málefni sem varða börn til að ráðið geti sinnt sínu hlutverki sem skildi.
Afgreiðsla: Lagt er til við bæjarráð að endurskoða erindisbréf Ungmennaráðs með ofangreindum athugasemdum til hliðssjónar. Ungmennaráð þakkar kærlega fyrir samstarfið og óskar næsta Ungmennaráði velgengni

Fundi slitið - kl. 15:45.

Getum við bætt efni síðunnar?