Fara í efni

Ungmennaráð

9. fundur 27. janúar 2023 kl. 14:15 - 15:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Hafþór Ernir Ólason formaður
  • Salóme Kristín Róbertsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðrún Vilmundardóttir aðalmaður
  • Sara Mist Atladóttir aðalmaður
  • Heba Lind Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Irma Rún Blöndal aðalmaður
Fundargerð ritaði: Rut Sigurðardóttir deildarstjóri frístundaþjónustu
Dagskrá

1.Hugmyndaboxið

2104080

Rætt um og skipulagt að fara af stað með verkefnið hugmyndaboxið í grunnskóla bæjarins.
Afgreiðsla: Ákveðið að fulltrúar ráðsins ætla að framkvæma verkefnið og vinna úr niðurstöðum á næsta fundi ráðsins.

2.Þátttaka barna í íþróttum - frístundabíll

2209040

Niðurstöður könnunar um þátttöku barna í frístundastarfi kynntar.
Afgreiðsla: Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er augljóst að frístundabíll myndi nýtast vel og auka þátttöku barna í frístundastarfi. Ungmennráð leggur til við bæjarráð að þjónusta frístundabíls fari í gang sem allra fyrst.

3.Handknattleikur

2104080

Ungmennaráð vill lýsa yfir ánægju sinni með nýstofnaða handknattleiksdeild í Suðurnesjabæ. Afar ánægjulegt er að ný íþrótt sé í boði fyrir íbúa.
Afgreiðsla: Ungmennaráð leggur til að stutt verði við nýstofnaða handknattleiksdeild eftir bestu getu og þannig styðja við starfið þannig að það nái að vaxa og dafna fyrir framtíðina.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni síðunnar?