Fara í efni

Ungmennaráð

2. fundur 27. ágúst 2021 kl. 13:30 - 15:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Hafþór Ernir Ólason formaður
  • Salóme Kristín Róbertsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðrún Vilmundardóttir aðalmaður
  • Sara Mist Atladóttir aðalmaður
  • Heba Lind Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Irma Rún Blöndal aðalmaður
  • Eyþór Ingi Einarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Rut Sigurðardóttir deildarstjóri frístundaþjónustu
Dagskrá

1.Ísbúð í Sandgerði

2104080

Umræður um möguleikann að geta keypt ís í vél í sjoppunni í Sandgerði.
Afgreiðsla: Málinu er frestað.

2.Stólar og borð fyrir unglingastig í Gerðaskóla

2104080

Umræður um að borð og stólar væru í sömu stærð fyrir 1.-4. bekk og 8.-10. bekk. Miðstigið væri með stærri stóla og borð.
Afgreiðsla: Ungmennaráð leggur til að sett verði fjármagn á fjárhagsáætlun 2022 til að kaupa stóla og borð við hæfi fyrir unglingastig Gerðaskóla.

3.Tillögur að verkefnum fyrir fjárhagsáætlun 2022

2104080

Rætt var um hugmyndir af verkefnum fyrir fjárhagsáætlun 2022. Umræður voru um uppsetningu pönnuvalla við grunnskólanna. Einnig voru umræður um misræmi á aðstöðu of nauðsynlegum úrbótum á skólalóðum milli Gerðaskóla og Sandgerðisskóla.
Afgreiðsla: Ungmennaráð óskar eftir fundi með bæjarstjórn til að fara yfir tillögur ráðsins fyrir næsta ár.

4.Sjálfsalar í grunnskólana.

2104080

Rætt var um vandamál tengt búðarferðum nemenda á skólatíma. Hugmyndir um uppsetningu sjálfsala fyrir unglingastig á báðum stöðum.
Afreiðsla: Lagt er til að settir verði upp sjálfsalar fyrir unglingastig í báðum grunnskólum þar sem hægt er að kaupa hollari fæðu.

5.Áhugakönnun á íþróttum í Suðurnesjabæ.

2104080

Umræður um að leggja fyrir áhugakönnun í grunnskólanum bæjarins fyrir hvaða íþróttir mestur áhugi er fyrir að stunda í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla. Starfsmaður og fulltrúar ætla að leggja fyrir áhugakönnun í grunnskólum bæjarins.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni síðunnar?