Fara í efni

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

2. fundur 19. apríl 2021 kl. 14:00 - 15:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Sylvía Guðmundsdóttir
  • Arnar Helgason
  • Sóley Gunnarsdóttir
Fundargerð ritaði: Sóley Gunnarsdóttir Þroskaþjálfi BA
Dagskrá

1.Starfsleyfi til félagasamtaka, sjálfseignarstofnana og annarra þjónustu- og rekstraraðila sem hyggjast veita þjónustu samkvæmt lögunum

1904077

Þann 28. jan. sl. fékk Sinnum, heimaþjónusta ehf. útgefin starfsleyfi til að reka starfsemi á sviði stuðningsþjónustu sem veitt er á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 og stoðþjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2019. Leyfin gilda til að veita þjónustu í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesbæ og Kjósarhreppi, sjá einnig vefsvæði Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar (GEF), https://www.stjornarradid.is/gaeda-og-eftirlitsstofnun/starfsleyfi/#Tab1

Sinnum, heimaþjónusta hefur nú óskað eftir breytingu á starfsleyfunum og að þau gildi nú einnig í Suðurnesjabæ.

Í samræmi við 6. gr. reglugerða nr. 1034/2018 um starfsleyfi til félagasamtaka, sjálfseignarstofnana og annarra einkaaðila sem veita félagsþjónustu og nr. 1033/ 2018 um starfsleyfi til félagasamtaka, sjálfseignarstofnana og annarra þjónustu- og rekstraraðila sem veita þjónustu við fatlað fólk er óskað eftir umsögn notendaráðs fatlaðs fólks í Suðurnesjabæ um beiðni Sinnum um starfsleyfi til að veita þjónustu í sveitarfélaginu.

Óskað er eftir að fram komi hvort ráðið hafi athugasemdir við veitingu starfsleyfis til umsækjanda til að sinna stuðningsþjónustu og stoðþjónustu í Suðurnesjabæ.
Notendur í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks í Suðurnesjabæ hafa ekki athugasemdir við veitingu til starfsleyfis Sinnum til að sinna stuðnings- og stoðþjónustu í Suðurnesjabæ.

2.Starfsleyfi til félagasamtaka, sjálfseignarstofnana og annarra þjónustu- og rekstraraðila sem hyggjast veita þjónustu samkvæmt lögunum

1904077

Þann 13. maí 2020 barst Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar umsókn frá Sóleyju Guðmundsdóttur f.h. Ylfu ehf. Umsóknin er lögð fram skv. 7. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og reglugerð um starfsleyfi til einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk nr. 856/2020.

Sótt er um starfsleyfi til að reka stuðnings- og stoðþjónustu skv. 26. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og 8. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur nú aflað þeirra gagna sem nauðsynleg eru til að meta hvort starfsemin uppfylli skilyrði til að reka stuðnings- og stoðþjónustu. Í samræmi við það er nú fyrirhuguð útgáfa starfsleyfis fyrir starfsemina til þriggja ára.

Samkvæmt 7. gr. reglugerðar um starfsleyfi til einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk ber að tilkynna notendaráði í því sveitarfélagi þar sem þjónustan á að fara fram um fyrirhugaða afgreiðslu umsóknar um starfsleyfi. Notendaráði er heimilt að veita skriflega umsögn um umsóknina. Í samræmi við það er notendaráði Suðurnesjabæjar vegna þjónustu við fatlað nú gefið tækifæri til þess. Umsögnin skal byggja á málefnalegum rökum. Hyggist notendaráð veita umsögn um starfsleyfisumsókn í kjölfar tilkynningar þessarar, skal ráðið ákveða hvort og þá hvaða gögn eða upplýsingar það vill kanna betur og óska eftir þeim frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar eða frá umsækjanda sjálfum. Gera þarf grein fyrir því með skýrum hætti hvaða gagna eða upplýsinga er óskað.
Eftir samtali við GEF var ákveðið að fresta máli. Vantar gögn.

3.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

2005085

Rætt um tillögur frá notendum hópsins.
Tillögur lagt fram og ræddar.
Að bæta aðgengi fatlaðra í sveitarfélaginu.
Að búa til félagsstarf fyrir börn og ungmenni með fötlun t.d. með sér sund- og íþróttatíma, opin hús, námskeið og leiklist.
Notendaráð hluti samráðshóps fundaði. Magnús Orri boðaði forföll.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni síðunnar?