Fara í efni

Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga

11. fundur 28. mars 2022 kl. 14:30 - 16:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir
  • Magnús Sigfús Magnússon
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
  • Jórunn Guðmundsdóttir
  • Kristjana Kjartansdóttir
Fundargerð ritaði: Guðrún Björg Sigurðardóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Vigdís Elísdóttir og Sigurbjörg Jónsdóttir hafa boðað forföll.

1.Dagdvöl aldraðra í Suðurnesjabæ

1901021

Öldungaráð fagnar Dagdvöl aldraðra á Garðvangi, bæði húsnæði og búnaður er til fyrirmyndar. Megi farsæld fylgja starfi um ókomin ár.

2.Heilsuefling/Dagendurhæfing

1901021

Lagt er til að Öldungaráð kynni sér dagendurhæfingarþjónustu hjá Hrafnistu, með það í huga, hvort mögulega sé hægt að útfæra hana í okkar bæjarfélögum og tengt þjónustuna því sem fyrir er.

Lagt er til að Jórunn Guðmundsdóttir sitji fund um undirbúning Sumardagsins fyrsta er varðar kynningu á heilsueflingu eldri borgara í Suðurnesjabæ.

3.Þjónustuíbúðir og framtíðarsýn vegna húsnæðis fyrir eldri borgara

1901021

Öldungaráð leggur áherslu á að bæjarstjórnir Suðurnesjabæjar og Sv. Voga móti stefnu í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir eldri borgar hið fyrsta.

4.Sólpallur og göngustígur fyrir dagdvöl aldraðra

1901021

Öldungaráð hvetur til þess að farið verði í það að gera sólpall við Dagdvöl aldraðra á Garðvangi. Áhersla verði lögð á að pallurinn verði tilbúin í byrjun sumars 2022. Jafnframt verði farið í gerð göngustígs milli Melteigs og Garðvangs til að auðvelda aðgengi.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni síðunnar?