Fara í efni

Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga

10. fundur 20. september 2021 kl. 15:30 - 17:40 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir
  • Magnús Sigfús Magnússon
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
  • Vigdís Elísdóttir
  • Jórunn Guðmundsdóttir
  • Sigurbjörg Jónsdóttir
  • Kristjana Kjartansdóttir
Fundargerð ritaði: Guðrún Björg Sigurðardóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Dagdvöl aldraðra í Suðurnesjabæ

2107043

Upplýsingar um dagdvöl aldraðra í Suðurnesjabæ lagðar fram til kynningar.

Öldungaráð fagnar átta dagdvalarrýmum og því að hafnar eru samningarviðræður við Sjúkratryggingar Íslands og um leigu á hluta af húsnæði Garðvangs, sem nánast er tilbúið til reksturs.

2.Dagskrár haustannar 2021 fyrir Auðarstofu, Miðhús og Álfagerði.

1806801

Dagskrár haustannar fyrir félagsstarf aldraðra í Suðurnesjabæ og Sv. Voga lagðar fram til kynningar.

3.Samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar

1901021

Fræðilegar upplýsingar um samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar lagðar fram.

4.Heilsuefling eldri borgara

1806397

Fulltrúi stýrihóps um Heilsueflandi Samfélag kynnir verkefni sem hópurinn hefur haft til vinnslu.

5.Öldungaráð Suðurnesjabæjar: önnur mál

1901021

1. Starfsstöð fyrir heimahjúkrun og heimilishjálp.
2. Miðhús: Framtíðarskipulag: Samræma eignarhald á íbúðum og reglur um útleigu.
Þjónustuíbúðir? Viðbygging?
3. Hjúkrunarheimilið á Nesvöllum: Hver er aðkoma Suðurnesjabæjar og Sv. Voga að
viðbyggingu?

Jórunn Alda Guðmundsdóttir og Kristjana Kjartansdóttir fulltrúar FEBS í öldungaráði leggja fram eftirfarandi bókun.

Við leggjum til við bæjarráð að nú þegar verði farið í það, að skipuleggja íbúðabyggð fyrir eldri borgara, þar sem gert yrði ráð fyrir auk íbúða, félags- og þjónustumiðstöð, góðum göngustígum og fallegu umhverfi. Undirritaðar horfa til byggingarsvæðis í Garði þar sem Bragi Guðmundsson byggingarverktaki hefur byggt parhús sem henta vel eldri borgurum. Rétt að benda á að margir eldri borgarar búa nú þegar á þessu svæði og munu þeir án efa fagna því að fá fallega skipulagt svæði, ásamt félagsmiðstöð í nágrennið.

Hvetjum til að farið verði markvisst í undirbúning þess að eignarhald íbúða í Miðhúsum verði á höndum Suðurnesjabæjar.

Unnið verði við skipulag að viðbyggingu við Miðhús (til norðurs við Suðurgötu) fyrir þjónustuíbúðir.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Getum við bætt efni síðunnar?