Fara í efni

Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga

8. fundur 19. apríl 2021 kl. 15:30 - 17:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir
  • Magnús Sigfús Magnússon
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
  • Vigdís Elísdóttir
  • Jórunn Guðmundsdóttir
  • Sigurbjörg Jónsdóttir
  • Kristjana Kjartansdóttir
Fundargerð ritaði: Guðrún Björg Sigurðardóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Hvíldarinnlagnir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

1901021

Öldungaráð þakkar Vigdísi Elísdóttir fyrir kynninguna á hvíldarinnlögn á HSS.

Öldungaráð Suðurnesjabæjar hefur verulegar áhyggjur af lokun á A deild á Heilbrigðisstofunun Suðurnesja sem ætluð er fyrir hvíldarinnlagnir. Deildin hefur verið lokuð síðan í byrjun Covid 2020.

Öldungaráð Suðurnesjabæjar leggur áherlsu á að samfara stækkun Nesvalla verði gert ráð fyrir rými þar fyrir hvíldarinnlagnir.

2.Þjónustuíbúðir fyrir aldraða

1901021

Minnisblað um þjónustuíbúðir fyrir aldraða lagt fram til kynningar.

Öldungaráð leggur til að þörfin fyrir þjónustuíbúðir verði könnuð og mótuð verði húsnæðiáætlun fyrir þjónustuíbúðir.

3.Aukið félagsstarf fullorðinna 2021 vegna COVID-19

2103074

Minnisblað um aukið félagsstarf fullorðinna 2021 vegna Covid lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni síðunnar?