Fara í efni

Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga

7. fundur 01. mars 2021 kl. 15:15 - 18:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon
  • Vigdís Elísdóttir
  • Jórunn Guðmundsdóttir
  • Kristjana Kjartansdóttir
  • Sigurbjörg Jónsdóttir
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
Fundargerð ritaði: Guðrún Björg Sigurðardóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Umsókn um dagdvalarrými fyrir aldraða í Suðurnesjabæ

2007053

Dagdvöl aldraðra, hver er staðan í dag og hvað getur öldungarráð gert?
Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga leggur áherslu á að aldraðir geti búið sem lengst á eigin heimilum. Dagdvöl og góð heilbrigðisþjónusta skiptir þar miklu. Suðurnesjabær hefur ítrekað sótt um dagdvalarrými og ekki fengið, nú síðast sótt um 16. júlí 2020.

Í okkar bæjarfélögum er engin heilbrigðisþjónusta og er það óásættanlegt.

Með því að fá hingað dagdvalarrými og aukna heilbrigðisþjónustu væri verið að taka á brýnni þörf tengt þjónustu við aldraða og sjúka. Jafnframt í miklu atvinnuleysi myndi þetta skapa störf á svæðinu.

2.Heilbrigðisþjónusta í Suðurnesjabæ

2010066

Heilsugæsla í heimabyggð, hvernig getur öldungaráð komið að því máli?
Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga leggur til að eftirfarandi ályktun verði send framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, bæjarstjórnum Suðurnesjabæjar / Sveitarfélagsins Voga og Heilbrigðisráðherra.

Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga leggur áherslu á mikilvægi heilsuverndar og eru það ákveðin mannréttindi að hafa aðgang að góðri og traustri heilsugæslu í heimabyggð. Það er löngu tímabært að íbúar í sveitarfélögunum hafi aðgang að heimilislæknum, sem er hluti af öryggisneti í nærumhverfi okkar. Við hvetjum framkvæmdastjórn HSS, bæjarstjórnir Suðurnesjabæjar, Sveitarfélagsins Voga og Heilbrigðisráðuneytið, til að ganga nú þegar til samninga og undirbúnings heilsugæslu í okkar bæjarfélögum.

3.Heilsuefling eldri borgara

1806397

Rædd var heilsuefling og félagsstarf eldri borgara í sveitarfélögunum.

Farið var yfir meðfylgjandi fylgiskjal. Jórunn og Kristjana fylgdu málinu eftir. Einnig Fóru Inga og Sigurbjörg yfir starfsemina í Vogum.

Öldungaráð leggur til að sent verði út dreifibréf til eldri borgara um þá þjónustu sem í boði er og það borið út á haustmánuðum.

4.Öldungaráð Suðurnesjabæjar

1901021

Önnur mál sem öldungarráð vildi ræða á fundinum.
Öldungaráð vill athuga hvort ráðið hafi stöðu til að óska eftir fundi með bæjarstjórnum eða bæjarráðum sveitarfélaganna.

Ýmiss mál rædd og fyrir næsta fund ætla fulltrúar öldungarráðs að kynna sér reglur um þjónustuíbúðir.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?