Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga
Dagskrá
1.Kjörnar nefndir: erindisbréf
1808028
Erindisbréf öldungaráðs Suðurnesjabæjar lagt fram til kynningar.
2.Umsókn um dagdvalarrými fyrir aldraða í Suðurnesjabæ
2007053
Umsókn um dagdvarlarrými í Suðurnesjabæ lögð fram til kynningar ásamt svari heilbrigðisráðuneytisins frá 4. ágúst 2020.
Umsókn um dagdvalarrými fyrir aldraða í Suðurnesjabær lögð fram til kynningar í öldungaráði.
Öldungaráð Suðurnesjabæjar hvetur heilbrigðiráðuneytið til að bregðast við umsókn um dagdvalarrými sem ráðuneytið er með til afgreiðslu. Engin dagdvalarrými eru til staðar í sveitarfélaginu og er þörfin mjög brýn. Félagsþjónusta Suðurnesjabæjar veitir íbúum Sv. Voga þjónustu og eru íbúar um þess sveitarfélags um 1300.
Jafnframt bendir öldungaráð á að engin lögbundin læknisþjónusta er í Suðurnesjabæ sem telur um 3600 íbúa.
Öldungaráð Suðurnesjabæjar hvetur heilbrigðiráðuneytið til að bregðast við umsókn um dagdvalarrými sem ráðuneytið er með til afgreiðslu. Engin dagdvalarrými eru til staðar í sveitarfélaginu og er þörfin mjög brýn. Félagsþjónusta Suðurnesjabæjar veitir íbúum Sv. Voga þjónustu og eru íbúar um þess sveitarfélags um 1300.
Jafnframt bendir öldungaráð á að engin lögbundin læknisþjónusta er í Suðurnesjabæ sem telur um 3600 íbúa.
3.Aldraðir: vinnuhópur um málefni aldraðra
18061049
Á 52. fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar þann 24. júní 2020 var samþykkt að skipa í vinnuhóp um málefni eldri borgara til að yfirfara og uppfæra skýrslu vinnuhóps frá 2017. Skýrslan var unnin af gömlu sveitarfélögunum Sandgerðisbæ og Sv. Garði. Þá var einnig lögð áhersla á að vinna áfram niðurstöður fundar um málefni aldraðra frá því 17. janúar 2020. Tilnefndir í vinnuhópinn voru Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Laufey Erlendsdóttir og Magnús S. Magnússon. Með vinnuhópnum starfar einnig Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Drög að aðgerðaráætlun lögð fyrir fund öldungaráðs til kynningar og samráðs
Drög að aðgerðaráætlun lögð fyrir fund öldungaráðs til kynningar og samráðs
Vinnuskjal um aðgerðaráæltun í málefnum aldraðra í Suðurnesjabæ lagt fram í öldungaráði til kynningar og samráðs.
4.Fjölþætt heilsuefling 65 + í sveitarfélögum.
2009104
Minnisblað um fjölþætta heilsueflingu 65+ var lagt fyrir bæjarráð Suðurnesjabæjar 18. september 2020. Málinu var frestað og er í vinnslu samhliða fjárhagsáætlun 2020.
Minnisblað um fjölþætta heilsueflingu 65 var lagt fram til kynningar í öldungaráði.
Öldungaráði líst vel á verkefnið heilsuefling 65 . Öldungaráð hvetur Suðurnesjabær til að senda út dreifibréf til íbúa 67 og kynna félag- og heilsueflandi þjónustu sem í boði er fyrir þennan aldurshóp.
Öldungaráði líst vel á verkefnið heilsuefling 65 . Öldungaráð hvetur Suðurnesjabær til að senda út dreifibréf til íbúa 67 og kynna félag- og heilsueflandi þjónustu sem í boði er fyrir þennan aldurshóp.
5.Öldungaráð Suðurnesjabæjar
1901021
Bréf frá Jórunni Guðmundsdóttir fulltrúa öldungaráðs lagt fram til kynningar og afgreiðslu.
Bréf Jórunnar fulltrúa öldungaráðs lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:40.
Öldungaráð leggur fram breytingartillögur við erindisbréfið. Sviðsstjóra falið að vinna breytingarnar og leggja erindisbréfið aftur fyrir öldungaráð.