Fara í efni

Íþrótta- og tómstundaráð

4. fundur 15. janúar 2019 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Vitor Hugo Rodrigues Eugenio aðalmaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Davíð S. Árnason aðalmaður
  • Ægir Þór Lárusson aðalmaður
  • Erla Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fríða Stefánsdóttir formaður
Dagskrá

1.Íþróttamaður ársins, praktísk atriði

1811002

Ákveðið var að halda viðburðinn í Samkomuhúsinu í Sandgerði miðvikudaginn 24.janúar kl. 20. Ákveðið var að óska eftir að báðir tónlistarskólarnir komi með tónlistaratriði og Kvennfélagið Hvöt um að sjá um veitingar.

Dagskrá.
Tónlistaratriði
Fundarstjóri bíður fólk velkomið
Ræða frá bæjarstjóra
Frístundavefur opnaður
Tónlistaratriði.
Viðurkenning fyrir störf að íþrótta og æskulýðsmálum
Tilnefndir aðilar heiðraðir
Kjöri um íþróttamann ársins lýst
Kaffiveitingar.

2.Íþróttamaður ársins, tilnefningar og kjör.

1811002

Fyrir fundinum liggja tilnefningar til íþróttamanns ársins 2018. Tilnefndir eru 9 einstaklingar sem skarað hafa framúr í sinni íþrótt á árinu.
Afgreiðsla: Katla María Þórðardóttir var kjörinn íþróttamaður ársins 2018.

3.Íþróttamaður ársins, viðurkenning ÍT.

1811002

Fyrir fundinum liggja tilnefningar um viðurkenningu ÍT vegna framúrskarandi starfs í þágu íþrótta og æskulýðsmála í sveitarfélaginu. Gengið var til kosningar.
Afgreiðsla: Eva Rut Vilhjálmsdóttir var kjörinn og verður veitt viðurkenning á athöfinnni Íþróttamaður ársins.

4.Frístundavefsíða

1808075

Fyrir fundinum liggja drög af frístundavefsíðu sem stendur til að opna formlega á viðburðinum Íþróttamaður ársins.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?