Fara í efni

Íþrótta- og tómstundaráð

2. fundur 13. nóvember 2018 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Vitor Hugo Rodrigues Eugenio aðalmaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Davíð S. Árnason aðalmaður
  • Ægir Þór Lárusson aðalmaður
  • Erla Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fríða Stefánsdóttir formaður
Dagskrá

1.Félagsmiðstöðvar

18061412

Skoðaðar verða aðstöðurnar sem félagsmiðstöðvar sveitarfélagins hafa. Fundurinn hefst í Eldingu, síðan verður haldið í Skýjaborg og þaðan í ráðhúsið í Sandgerði.
Fundarmenn fóru og skoðuðu aðstöðu félagsmiðstöðvarnar Eldingu, Auðarstofu og Skýjaborg. Íþrótta og tómstundaráð óskar félagsmiðstöðinni Skýjaborg til hamingju með nýja og glæsilega aðstöðu og leggur áherslu á að unnið verði svipaða vinnu í félagsmiðstöðinni Eldingu.

Afgreiðsla: Lagt fram.

2.Grunnskólar: félagsstarf nemenda

1809080

Málið vísað til ÍT til umfjöllunar frá Fræðsluráði.

"Skólastjórar beggja grunnskólanna ræddu félagsstörf nemenda í skólunum. Fram kom að óvissa hefur myndast í málaflokknum í Garðinum og koma þarf málum á hreint. Einnig kom fram að félagslíf fyrir miðstigið í Sandgerði er með minnsta móti og þyrfti að efla það með einhverjum hætti.
Afgreiðsla:
Fræðsluráð tekur undir að efla þyrfti félagsmiðstöðvar í báðum bæjarhlutum og óskar
eftir því að íþrótta- og tómstundaráð taki málið til umfjöllunar."
Íþrótta og tómstundaráð tekur undir með Fræðsluráði að auka opnunartíma félagsmiðstöðva í sveitarfélaginu og leggja aukna áherslu á skipuleggja starf fyrir allan aldur. Til þess þarf aukið fjármagn til að gæta jafnræðis og forvarnaskini beggja þéttbýliskjarna.

Afgreiðsla: Vísað til fjárhagsáætlunarvinnu.

3.Fjárhagsáætlun 2019 - Íþrótta og tómstundamál

1811004

Farið verður yfir drög að fjárhagsáætlun 2019 fyrir málaflokka Íþrótta og tómstundaráðs.
Fyrir fundinum liggja drög að fjárhagsáætlun 2019 fyrir málaflokka sem tilheyra frístundum og forvörnum í sveitarfélaginu.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

4.Íþróttamaður ársins

1811002

Taka þarf ákvörðun hvort viðburðurinn Íþróttamaður ársins verði í nýju sveitarfélagi og þá hvernig reglur gilda um valið.
Fyrir fundinum liggja drög að reglum um Íþróttamann ársins í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs.Íþrótta og tómstundaráð leggur til að tilnefningu á íþróttamanni ársins verði í nýju sveitarfélagi.


Afgreiðsla: Vísað til frekari vinnslu.

5.Lýðheilsugöngur FÍ 2018

1806884

Sameiginlegt Sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs tók þátt í verkefninu Lýðheilsugöngur FÍ og bauð upp á göngur fyrir bæjarbúa alla miðvikudaga í september.

Sameiginlegt Sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs tók þátt í verkefninu Lýðheilsugöngur FÍ og bauð upp á göngur fyrir bæjarbúa alla miðvikudaga í september.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

6.Heilsu- og forvarnavika á Suðurnesjum 2018

1809043

Sameiginleg Heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum var haldin í október. Meðfylgjandi dagskrá til kynningar.
Sameiginleg Heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum var haldin í október. Lögð var fyrir dagskrá sem í boði var í Sameinuðu Sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?