Fara í efni

Íþrótta- og tómstundaráð

1. fundur 28. ágúst 2018 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Vitor Hugo Rodrigues Eugenio aðalmaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Davíð S. Árnason aðalmaður
  • Ægir Þór Lárusson aðalmaður
  • Erla Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fríða Stefánsdóttir formaður
Dagskrá

1.Íþrótta og tómstundaráð: fundargátt: boðun funda.

1808059

Formaður fór yfir fundarsköp, boðun funda og notkun fundargáttar.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Jón Ragnar Ástþórsson kosinn varaformaður ráðsins og Erla Jóhannsdóttir var kosinn ritari.

2.Kjörnar nefndir: erindisbréf

1808028

Fyrir fundinum liggja drög að erindisbréfi Íþrótta og tómstundaráðs.
Afgreiðsla: Ráðið telur að vinna þurfi betur í erindisbréfinu og gera lagfæringar. Starfsmanni falið að gera nýja tillögu að erindisbréfi fyrir næsta fund ráðsins.

3.Málefnasamningur meirihluta D og J lista

1806756

Fyrir fundinum liggur málefnasamningur um samstarf og áherslur D og J lista.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

4.Stjórnskipulag sameinaðs sveitarfélags: skipurit

1807088

Fyrir fundinum liggur nýlega samþykkt skipurit nýs sameinaðs sveitarfélags.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

5.Fjölskyldusvið: skipulag frístundadeildar: tillögur

1808064

Fyrir fundinum liggja tillögur frá Frístunda og forvarnafulltrúa og félagsmálastjóra um skipulag á fjölskyldusviði sveitarfélagsins. Einnig liggur fyrir tillaga frá frístunda og forvarnafulltrúa að því að ráða tvo tómstundafulltrúa.
Afgreiðsla: Íþrótta- og tómstundaráð styður þær tillögur sem frístunda og forvarnarfulltrúi leggur til. Tilagan felur í sér breytingar á störfum í frítímaþjónustu og snýst um að hafa fagmenntaðann forstöðumann í forystu fyrir félagsmiðstöðvar, félagsstarfi eldri borgara og frístundaskóla fyrir 6-9 ára börn í báðum byggðarkjörnum. Annað þessara stöðugilda er hugsað í stað stöðugildis frístunda- menningar og lýðheilsufulltrúa Garðs sem lauk stöfum í lok júní mánaðar. Mikilvægt er að fækka ekki stöðugildum á þessu sviði því verkefnin eru ennþá til staðar, heldur setja okkur háleit markmið um að gera frístunda- og forvarnastarfið enn betra og faglegra.

6.Gjaldskrár: sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs

1806803

Fyrir fundingum liggja gjaldskrá Sandgerðisbæjar og gjaldskrá Sveitarfélagsins Garðs. Ræddar voru tillögur að samræmingu að gjaldskránni á þeim liðum sem tilheyra ráðinu.
Afgreiðsla: ÍT leggur til að skoðaður verði sá möguleiki að hægt verði að borga dýrara gjaldið í þrek íþróttamiðstöðvanna og geti þá fengið aðgang að báðum stöðvum, en gjaldskráin haldi sér að öðru leyti. Einnig þarf að samræma gjad vegna útleigu íþróttasala fyrir afmæli. Starfsmanni falið að vinna málið áfram.

7.Hjólakraftur- forvarnaverkefni.

1807026

Fyrir fundinum liggur minnisblað Frístunda og forvarnafulltrúa um verkefnið Hjólakraft.
Afgreiðsla: ÍT styður tillöguna og mikilvægi þess að frístundaframboð sé aðgengilegt og síðan fari í loftið sem fyrst.

8.Frístundavefsíða: tillaga að kaupum.

1808075

Fyrir fundinum liggur tilllaga til bæjarráðs um að gerð verði frístundarvefsíða þar sem allt frístundarstarf í sveitarfélaginu fyrir alla aldurshópa er aðgengilegt á þremur tungumálum.
Afgreiðsla: ÍT styður hugmyndina og leggur til við bæjarráð að samþykkja tillöguna.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?