Fara í efni

Íþrótta- og tómstundaráð

19. fundur 21. febrúar 2024 kl. 16:30 - 17:35 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Svavar Grétarsson formaður
  • Eva Rut Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Hulda Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Marinó Oddur Bjarnason aðalmaður
  • Jóhann Jóhannsson aðalmaður
  • Unnur Ýr Kristinsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Unnur Kristinsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá

1.Samstarfssamningar félagasamtök

1901039

Lagðir voru fram samstarfsamningar við Reynir og Víðir þar sem það þarf að endurnýja þá fyrir árið 2024. Lagt er til að fela starfsmanni að uppreikna samningana samkvæmt vísitölu og skila minnisblaði til bæjarráðs.

Stefnt er að drög að framtíðarsamningum verði tilbúið í september.

2.Frístundaakstur

2401009

Íþrótta- og tómstundaráð fagnar því að frístundaakstur sé hafin og það gangi vel.

Íþrótta- og tómstundaráð vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hafa komið að þessu verkefni.

3.Framtíðarsýn íþrótta í Suðurnesjabæ

2303097

Farið var yfir aðgerðaráætlun framtíðarsýnarinnar og yfir þær tillögur sem voru gerðar til að fylgja áætlunnin fyrir árið 2024.

Lagt er til að starfsmaður umhverfissviðs, forstöðumaður íþróttamannvirkja og íþrótta- og tómstundafulltrúi sitji í samráðsteymi og hefja vinnu að tillögum að uppbyggingar- og viðhaldsáætlun.

Fundi slitið - kl. 17:35.

Getum við bætt efni síðunnar?