Fara í efni

Íþrótta- og tómstundaráð

14. fundur 20. desember 2022 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Svavar Grétarsson formaður
  • Eva Rut Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Hulda Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Marinó Oddur Bjarnason aðalmaður
  • Jóhann Jóhannsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Rut Sigurðardóttir starfsmaður
Dagskrá

1.Þátttaka barna í íþróttum - frístundabíll

2209040

Freyja Þorvaldardóttir starfsmaður Maskínu var gestur á fundinum og kynnti niðurstöðunar könnunar sem lögð var fyrir í okt-nóv 2022 fyrir foreldar grunnskólabarna um frístundastarf og frístundaakstur í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
a) Með vísan í fyrirliggjandi gögn leggur Íþrótta- og tómstundaráð til við bæjarstjórn að farið verði í tilraunaverkefni á vorönn 2023 þar sem boðið verður upp á frían frístundaakstur milli kl. 13:30-16:30 á milli byggðakjarna í Suðurnesjabæ og til Reykjanesbæjar.

b) Málinu vísað til frekari umræðu á næsta fundi íþrótta- og tómstundaráðs.

2.Tilnefningar til Íþróttamanns ársins 2022

2211124

Farið var yfir þær tilnefningar sem bárust ráðinu.
Afgreiðsla málsins í heild er skráð sem ítarbókun.

3.Kjör um íþróttamann ársins 2022

2211124

Gengið til kosninga um íþróttamann ársins í Suðurnesjabæ 2022.
Afgreiðsla málsins í heild er skráð sem Ítarbókun.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?