Fara í efni

Íþrótta- og tómstundaráð

11. fundur 11. maí 2021 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Heiðrún Tara Stefánsdóttir aðalmaður
  • Elín Björg Gissurardóttir varamaður
  • Sunneva Ósk Þóroddsdóttir aðalmaður
  • Heiðrún Þóra Aradóttir varamaður
  • Erla Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Rut Sigurðardóttir starfsmaður
Dagskrá

1.Reglur um frístundastyrki

2105027

Fyrir ráðinu liggja drög að reglum um frístundastyrk Suðurnesjabæjar.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir reglur um frístundastyrki og vísar reglunum til bæjarráðs.

2.Píludeild í Suðurnesjabæ

2104015

Erindi frá píludeild og minnisblað frá deildarstjóra lagt fram.
Afgreiðsla: Íþrótta- og tómstundaráð tekur vel í erindi píludeildar og styður við þá hugmynd að stofnað verði Pílufélag Suðurnesjabæjar og farið verður í samstarf með að finna lausnir á húsnæði fyrir nýtt félag. Erindi er vísað til bæjarráðs.

3.Rannsóknir og greining

2012011

Niðurstöður Rannsóknir og greiningar um Ungt fólk kynntar.
Afgreiðsla: lagt fram.

4.Fræðslu- og frístundastefna Suðurnesjabæjar

2104028

Drög af fræðslu- og frístundastefnu Suðurnesjabæjar til kynningar.
Afgreiðsla: lagt fram.

5.Vinnuskóli 2021

2103033

Kynning á starfi vinnuskólans sumarið 2021.
Afgreiðsla: Deildardarstjóri frístundaþjónustu fór yfir starfsemi vinnuskólans í Suðurnesjabæ fyrir sumarið 2021.

6.Sumarnámskeið 2021

1901009

Kynning á helstu námskeiðum sem í boði verða í Suðurnesjabæ sumarið 2021.
Afgreiðsla: Deildarstjóri frístundaþjónustu fór yfir námskeið sem í boði verða í Suðurnesjabæ fyrir sumarið 2021.

7.Heilsueflandi samfélag í Suðurnesjabæ

2001072

Fundargerðir stýrihóps heilsueflandi samfélags í Suðurnesjabæ til kynningar.
Afgreiðsla: Lagt fram.

8.Knattspyrnufélgið Víðir ársreikingur 2020

2103163

Fyrir fundinum liggja ársreikningur Knattspyrnufélagsins Víðis fyrir árið 2020.
Afgreiðsla: Lagt fram.

9.Forvarnarhópurinn Sunna

1809010

Fyrir fundinum liggur fundargerð forvarnarhópsins til kynningar.
Afgreiðsla: Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?