Fara í efni

Íþrótta- og tómstundaráð

9. fundur 24. september 2020 kl. 16:30 - 18:10 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Heiðrún Tara Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Sunneva Ósk Þóroddsdóttir aðalmaður
  • Ægir Þór Lárusson aðalmaður
  • Erla Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fríða Stefánsdóttir formaður
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2021

2007010

Starfsáætlun frístundadeildar til umræðu og lögð fram til kynningar.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar greinagóða kynningu á starfi frístundadeildar fyrir árið 2021.

2.Fjölþætt heilsuefling 65 í sveitarfélögum.

2009104

Verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65 í sveitarfélögum, ásamt minnisblaði frá deildastjóra frístundasviðs og sviðstjóra fjölskyldusviðs lagt fram til kynningar
Íþrótta- og tómstundaráð fagnar því að verkefnið sé komið til umræðu í Suðurnesjabæ og hvetur til þess að það fái brautargengi í fjárhagsáætlunarvinnunni sem framundan er.

3.Sumarstörf 2020

1912059

Til kynningar

4.íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna COVID-19

2009037

Reglur Suðurnsejabæjar um úthlutun á íþrótta- og tómstundastyrk til lágtekjuheimila lagt fram.

5.Frístundavefur Reykjanes

2008047

Til kynningar

6.Samstarfssamningur við körfuknattleiksdeild Reynis

1901039

Afgreiðsla: Íþrótta- og tómstundaráð Suðurnesjabæjar hvetur Körfuknattleiksdeild Reynis til að bjóða upp á æfingar í báðum bæjarhlutum til að gæta jafnræðis á milli bæjarkjarna.

7.Heilsu- og forvarnarvika 2020

2009130

Lagt fram, Íþrótta og tómstundaráð hvetur íbúa Suðurnesjabæjar að taka virkan þátt í Heilsu- og forvarnavikunni og nýta sér alla þá fjölbreyttu viðburði sem í boði verða. Öll hreyfing er góð hreyfing.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Getum við bætt efni síðunnar?