Fara í efni

Íþrótta- og tómstundaráð

6. fundur 22. október 2019 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Heiðrún Tara Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Davíð S. Árnason aðalmaður
  • Ægir Þór Lárusson aðalmaður
  • Erla Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Heiðrún Þóra Aradóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Rut Sigurðardóttir starfsmaður
Dagskrá
Ægir Þór Lárusson boðaði forföll.

Guðrún Björg Sigurðardóttir sem gestur fundar.

1.Kjörnar nefndir: erindisbréf

1808028

Erindisbréf Íþrótta- og tómstundaráðs lagt fram til samþykktar. Erindisbréf Ungmennaráðs lagt fram til umsagnar. Íþrótta og tómstundaráð fór yfir drög að erindisbréfi ungmennaráðs frá bæjarráði sem og tillögu að nýju erindisbréfi frá deildarstjóra frístundamála.
Afgreiðsla: Íþrótta- tómstundaráð samþykkir drög að breytingum á erindisbréfi íþrótta- og tómstundaráðs. Íþrótta- og tómstundaráð styður breytingar á erindsbréfi ungmennaráðs sem deildarstjóri frístundamála lagði fram. Málinu vísað til bæjarráðs til samþykktar.

2.Íþróttamaður ársins

1811002

Reglur vegna kjörs á Íþróttamanni ársins í Suðurnesjabæ lagðar fram til endurskoðunar.
Afgreiðsla: Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.

3.Heilsueflandi Samfélag

1806427

Afgreiðsla: Íþrótta og tómstundaráð telur mikilvægt að Suðurnesjabær taki þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag. Í Heilsueflandi samfélagi er heilsa og líðan allra íbúa í fyrirrúmi í allri stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum og allir hafa hlutverk. Minnisblaðinu er vísað til bæjarráðs til samþykktar

4.Íþrótta- og afrekssjóður Suðunesjabæjar

1907069

Lögð fram drög að reglum og umsóknareyðublaði varðandi íþrótta- og afrekssjóð Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla: Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir drög af reglum fyrir Íþrótta- og afrekssjóð Suðurnesjabæjar og vísar málinu til bæjarstjórnar til samþykktar.

5.Starfsáætlanir frístundadeild 2020

1907045

Starfsáætlanir frístundadeild lagðar fram.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

6.Samstarfssamningar félagasamtök

1901039

Samstarfssamningar fyrir árið 2019 við Knattspyrnufélagið Víði, Knattspyrnudeild Reynis, Golfklúbb Sandgerðis, og Íþróttafélagið Nes lagðir fram. Rætt var um samningana og komandi samningagerð.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar

7.Knattspyrnufélagið Víðir ársreikningur 2018

1910026

Ársreikningur Knattspyrnufélagsins Víðis fyrir árið 2018 lagður fram.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

8.Stefnumótun í íþróttamálum 2019-2030

1905038

Stefnumótun Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í íþróttamálum lögð fram.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

9.Sumarstörf 2019

1902089

Skýrsla vegan vinnuskólans 2019 lögð fram. Deildarstjóri frístundamála fer yfir sumarstarfið almennt.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

10.Heilsuefling eldri borgara

1806397

Framboð kynnt á hreyfingu- og heilsueflingu fyrir eldri borgara í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

11.Forvarnarhópurinn Sunna

1809010

Fundargerðir forvarnarhópsins Sunnu lagðar fram.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar

12.Lýðheilsugöngur 2019

1907056

Verkefnið lýðheilsugöngur sem sveitarfélagið tók þátt í september kynnt.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?