Fara í efni

Íþrótta- og tómstundaráð

5. fundur 07. mars 2019 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Fríða Stefánsdóttir formaður
  • Vitor Hugo Rodrigues Eugenio aðalmaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Davíð S. Árnason aðalmaður
  • Ægir Þór Lárusson aðalmaður
  • Erla Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fríða Stefánsdóttir formaður
Dagskrá

1.Samstarfssamningar við félagasamtök

1901039

Fyrir fundinum liggja drög að samstarfssamningum við Knattspyrnudélagið Víðir,Knattspyrnudeild Reynis, Körfuknattleiksdeild Ksf. Reynis, Golfklúbb Sandgerðis og Íþróttafélagið Nes.
Afgreiðsla: ÍT lýst vel á drög að samstarfssamningunum og styður óskir Golfklúbbsins um aukið starfsgildi. ÍT vill einnig að skoðað sé eignarhald og viðhald á húsnæði Aðalstjórnar Reynis og hvort það eigi heima í samning við Knattspyrnudeild Reynis.

2.Íþróttamiðstöðvar: tillaga að breytingu á opnunartíma.

1901050

Fyrir fundinum liggur tillaga að breytingu á sumaropnunartíma íþróttamiðstöðva Garðs og Sandgerðis. Málinu vísað til umsaganar í Íþrótta- og tómstunaráði frá 17 fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla: ÍT leggjum til við bæjarstjórn að opnunartími Íþróttamiðstöðva sveitarfélagsins verði samræmdur milli byggðakjarna og sé sem mestur til að veita góða þjónustu til íbúa. ÍT leggur til að opnunartími verði eins og hann er nú auglýstur í Íþróttamiðstöð Garðs.

3.Styrkir almennt - 2019

1901049

Fyrir fundinum liggur styrkumsókn frá Takwondo deild Keflavíkur og málinu vísað til umsagnar frá 17 fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla: ÍT styður það að Taekwondo deild Keflavíkur fái sambærilegan styrk og áður. Með samstarfinu skuldbindi Taekwondo deild keflavíkur til að kynna starfsemi sína fyrir íbúum Suðurnesjabæjar.

4.Niðurstöður könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni

1903002

Fyrir fundinum liggja Niðurstöður könnunar meðal sveitarfélaga vegan Vinnuskóla.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

5.Íþróttamannvirki í Suðurnesjabæ

1901070

Farið var yfir stöðu um skipan og hlutverk vinnuhóps um knattspyrnuvöll eða fjölnotahús með gervigrasi í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

6.Golfklúbbur Sandgerðis ársreikningur 2018

1902059

Fyrir fundinum liggja ársreikningur Golfklúbbs Sandgerðis fyrir árið 2018.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

7.Knattsyrnufélagið Reynir, ársreikningur 2018

1901054

Fyrir fundinum liggja ársreikningur Knattspyrnufélagið Reynir fyrir árið 2018.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?