Fara í efni

Hafnarráð

4. fundur 10. desember 2018 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Haraldur Helgason formaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir varaformaður
  • Ari Gylfason aðalmaður
  • Sæmundur Sæmundsson aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2018-2019

1810025

Samkvæmt bréfi frá Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneyti dags. 23. nóvember 2018 er úthlutaður byggðakvóti til Sandgerðis 300 þorskígildistonn og til Garðs 15 þorskígildistonn. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu í dag hefur útreikningur verið leiðréttur og verður úthlutað 266 þorskígildistonnum til Garðs í stað 15 þorskígildistonna.
Hafnarráð er sammála um að beina því til bæjarstjórnar að sett verði það skilyrði í sérstakar reglur, að öllum afla sem telst til byggðakvóta í sveitarfélaginu verði landað í Sandgerðishöfn.

2.Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2019 - 2022

1809099

Lögð fram tillaga um fjárhagsáætlun Sandgerðishafnar, ásamt gjaldskrá 2019.
Hafnarráð er sammála um að efla þurfi þjónustu í höfninni og jafnframt að fara í markvissa vinnu við að auka tekjur hafnarsjóðs. Hafnarráð bendir á að brýn þörf sé á að bæta við einu stöðugildi hafnarvarðar við höfnina, til þess að auka þjónustu, leysa afleysingar og sinna brýnu viðhaldi.

Samþykkt að visa fjárhagsáætlun og gjaldskrá til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Sandgerðishöfn - framkvæmdir og starfsemi hafnarinnar

1812031

Umræða um framkvæmdir og starfsemi hafnarinnar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?