Fara í efni

Hafnarráð

1. fundur 09. ágúst 2018 kl. 15:00 - 17:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Haraldur Helgason formaður
  • Laufey Erlendsdóttir varaformaður
  • Sæmundur Sæmundsson aðalmaður
  • Gísli R. Heiðarsson varamaður
  • Ari Gylfason varamaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Helgason formaður
Dagskrá
Formaður bauð hafnarráð velkomið til síns fyrsta fundar.

1.Hafnarmál: samningur við FMS um vigtun afla

1808016

Sigrún Árnadóttir fyrrverandi hafnarstjóri kom á fundinn og gerði grein fyrir samningi Sandgerðishafnar við Fiskmarkað Suðurnesja.
Sigrún fór yfir samninginn og svaraði spurningum fundarfólks.

2.Hafnarstjóri: ráðning í starf

1808008

Lögð fram drög að starfslýsingu hafnarstjóra.
Hafnarráð gerir breytingatillögur við drög að starfslýsingu hafnarstjóra og felur bæjarstjóra að uppfæra drögin til samræmis.

3.Sandgerðishöfn: endurskoðun hafnarreglugerðar

1808014

Hafnarreglugerð Sandgerðishafnar nr. 798/2005 er lögð fram.
Hafnarráð samþykkir að hefja endurskoðun hafnarreglugerðarinnar.

4.Gjaldskrár: sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs

1806803

Gjaldskrá ársins 2018 lögð fram.
Bæjarstjóri upplýsti að bæjarstjórn hefur staðfest gjaldskrá Sandgerðishafnar og skal hún gilda út árið 2018.

5.Hafnarmál: framkvæmdir við Suðurbryggju

1808015

Grétar Sigurbjörnsson starfandi verkefnastjóri Sandgerðishafnar kynnti framkvæmdir við höfnina.
Umræða um framkvæmdir og málefni hafnarinnar almennt.
Hafnarráð þakkar Grétari kynninguna.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni síðunnar?