Fara í efni

Hafnarráð

19. fundur 28. febrúar 2023 kl. 16:00 - 16:35 í Hafnarhúsi
Nefndarmenn
  • Gísli R. Heiðarsson formaður
  • Jón Heiðar Hjartarson aðalmaður
  • Baldur Matthías Þóroddsson aðalmaður
  • Önundur Björnsson aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson hafnarstjóri
Dagskrá

1.Sandgerðishöfn - rekstur og starfsemi

2206131

Rekstur og starfsemi Sandgerðishafnar.
Formaður og hafnarstjóri sögðu frá fundi með nýjum framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar Suðurnesja.

Hafnarstjóri fór yfir drög að rekstraruppgjöri fyrir árið 2022, sem er í vinnslu og verður lagt fyrir hafnarráð þegar endanlegt uppgjör liggur fyrir.

Verkefnastjóri fór yfir aflabrögð og samanburð á lönduðum afla milli ára. Heildarafli sem fór um höfnina 2022 var rúmlega 12.000 tonn, sem er 400 tonnum minni afli en 2021. Afli fyrstu mánuði 2023 er nánast sami og var á sama tímabili 2022.

Verið er að vinna tillögur um viðhald á hafnarhúsi innanhúss og munu tillögur liggja fyrir á næstu dögum.

2.Hafnasamband Íslands fundargerðir

2009047

a) 447. fundur stjórnar dags. 18.11.2022.
b) Ársreikningur 2022-drög.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:35.

Getum við bætt efni síðunnar?