Fara í efni

Hafnarráð

13. fundur 03. júní 2021 kl. 16:00 - 17:05 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Haraldur Helgason formaður
  • Gísli R. Heiðarsson varamaður
  • Laufey Erlendsdóttir varaformaður
  • Ari Gylfason aðalmaður
  • Sæmundur Sæmundsson aðalmaður
  • Ólafur Þór Kjartansson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson hafnarstjóri
Dagskrá

1.Sandgerðishöfn - rekstur

1912037

Rekstraryfirlit janúar - apríl 2021.

2.Sandgerðishöfn - starfsmannamál

2012021

Breytingar á starfsemi hafnarinnar vegna styttingar vinnuviku.

3.Samstarf hafna á Suðurnesjum

2008062

Að ósk Suðurnesjabæjar hafa fulltrúar Sandgerðishafnar, Reykjaneshafnar og Grindavíkurhafnar fjallað um mögulegt samstarf um rekstur hafna á Suðurnesjum. Starfshópur fulltrúa hafnanna hefur farið yfir málið, unnið greiningar á rekstri og fjallað um ýmsa möguleika. Með minnisblaði af fundi dags. 19. maí 2021, gerir starfshópurinn skil á verkefni sínu. Niðurstaðan er sú að ekki séu rekstrarlegar forsendur fyrir nánara samstarfi eða sameiningu hafnanna miðað við rekstur þeirra undanfarin ár. Í minnisblaðinu er því beint til kjörinna fulltrúa í hafnar-og bæjarstjórnum sveitarfélaganna að þeir taki afstöðu til þess hvort auka eigi samvinnu eða sameiningu hafnanna á öðrum forsendum en rekstrarlegum.
Hafnarráð Sandgerðishafnar lýsir ánægju með þá vinnu sem sem unnin hefur verið í málinu og þakkar starfshópi skipuðum fulltrúum hafnanna á Suðurnesjum fyrir þeirra framlag. Þrátt fyrir að starfshópurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu rekstrarleg rök fyrir sameiningu á rekstri hafnanna, þá telur hafnarráð að halda eigi áfram þeirri vinnu að leita leiða til að styrkja grundvöll starfsemi hafnanna með auknu samstarfi. Jafnframt verði leitað samstarfs um stefnumótun og framtíðarsýn með aukna hagnýtingu hafnanna að markmiði, þar sem m.a. verði litið til möguleika á sameiningu þeirra. Þá bendir hafnarráð á að með sameiningu hafnanna hafi þær sem heild mun meiri slagkraft og afl til að sækja fram með markaðssetningu og í samskiptum við ríkisvaldið varðandi fjárveitingar til uppbyggingar hafnanna til framtíðar.

4.Rannsókn á innsiglingunni í Sandgerðishöfn

2004036

5.Hafnasamband Íslands fundargerðir

2009047

a) 429. fundur stjórnar dags. 26.11.2020.
b) 430. fundur stjórnar dags. 11.12.2020.
c) 431. fundur stjórnar dags. 22.01.2021.
d) 432. fundur stjórnar dags. 19.02.2021.
e) 433. fundur stjórnar dags. 19.03.2021.

6.Hafnasamband Íslands hafnasambandsþing

2008045

Fundargerð hafnasambandsþings dags. 27.11.2020.

Fundi slitið - kl. 17:05.

Getum við bætt efni síðunnar?