Fara í efni

Hafnarráð

12. fundur 10. desember 2020 kl. 17:00 - 18:15 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Haraldur Helgason formaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir varaformaður
  • Ari Gylfason aðalmaður
  • Sæmundur Sæmundsson aðalmaður
  • Ólafur Þór Kjartansson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson hafnarstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2021

2007010

Gjaldskrá Sandgerðishafnar 2021.
Gjaldskrá Sandgerðishafnar 2021 samþykkt samhljóða.

2.Sandgerðishöfn - rekstur

1912037

Tillaga um afskriftir óinnheimtra hafnargjalda, sem hafa verið í árangurslausri innheimtu undanfarin ár. Fjárhæð til gjaldfærslu 2020 kr. 211.197.
Samþykkt samhljóða að afskrifa óinnheimtanleg hafnargjöld kr. 211.197.

3.Sandgerðishöfn - starfsmannamál

2012021

Farið yfir greinargerð um umbætur og hagræðingu í rekstri Sandgerðishafnar, m.a. í framhaldi af tillögum Haraldar Líndal frá september 2020.
Mál í vinnslu.

4.Dýpkun Sandgerðishöfn - aðgerðaáætlun stjórnvalda

2004021

Framkvæmdum við dýpkun við löndunarkrana er lokið. Nú þegar er góð reynsla af framkvæmdinni og ánægja með bætta aðstöðu.
Lagt fram. Hafnarráð lýsir ánægju með vel heppnaða framkvæmd.

5.Rannsókn á innsiglingunni í Sandgerðishöfn

2004036

Farið yfir samskipti við Vegagerðina vegna fyrirhugaðra rannsókna á innsiglingu Sandgerðishafnar.
Lagt fram til upplýsingar.

6.Hafnasamband Íslands fundargerðir

2009047

a) 426. fundur stjórnar dags. 30.09.2020.
b) 427. fundur stjórnar dags. 19.10.2020.
c) 428. fundur stjórnar dags. 13.11.2020.
Fundargerðirnar lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?