Fara í efni

Hafnarráð

10. fundur 11. júní 2020 kl. 17:00 - 17:50 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Haraldur Helgason formaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir varaformaður
  • Sæmundur Sæmundsson aðalmaður
  • Ólafur Þór Kjartansson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Rúnar Kjærbo varamaður
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson hafnarstjóri
Dagskrá

1.Sandgerðishöfn - rekstur

1912037

Rúnar V Arnarson hefur látið af störfum sem hafnarstjóri. Hafnarráð þakkar honum ánægjulegt samstarf og óskar honum velfarnaðar. Magnús Stefánsson bæjarstjóri hefur tekið við starfi hafnarstjóra.
Nú eru þrír starfsmenn hjá Sandgerðishöfn og skipta með sér vöktum.
Fram komu upplýsingar um starfsemi hafnarinnar fyrstu fjóra mánuði ársins. Heldur minni afli hefur farið um höfnina en á sama tíma á síðasta ári, sem leiðir til að tekjur hafnarinnar eru heldur minni.


Lagt fram.

2.Sandgerðishöfn - viðhaldsmál

2004035

Kostnaður vegna viðhalds og af völdum veðurtjóna í vetur er töluverður. Þar sem fjárheimild ársins í rekstraráætlun var fullnýtt, hefur verið samþykkt viðbótar fjárheimild til viðhalds að fjárhæð um 2 mkr. Unnið verður að viðhaldi og umhverfisverkefnum í sumar.
Lagt fram.

3.Dýpkun Sandgerðishöfn - aðgerðaáætlun stjórnvalda

2004021

Vegagerðin hefur boðið út framkvæmdir við dýpkun við löndunarkrana og verða tilboð opnuð 18. júní.
Lagt fram.

4.Rannsókn á innsiglingunni í Sandgerðishöfn

2004036

Vegagerðin vinnur að rannsóknum á innsiglingu hafnarinnar og hefur verið samstarf við sérfræðinga Vegagerðarinnar um verkefnið. Fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar um verkefnið er áformaður á næstunni.
Lagt fram.

5.Hafnasamband Íslands fundagerðir 2020

2001080

a) 422. fundur stjórnar dags. 27.04.2020.
b) 423. fundur stjórnar dags. 19.05.2020.
c) 424. fundur stjórnar dags. 28.05.2020.
Fundargerðirnar lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni síðunnar?