Fara í efni

Hafnarráð

9. fundur 22. apríl 2020 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Haraldur Helgason formaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir varaformaður
  • Ari Gylfason aðalmaður
  • Sæmundur Sæmundsson aðalmaður
  • Ólafur Þór Kjartansson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Rúnar V Arnarson hafnarstjóri
Dagskrá

1.Sandgerðishöfn starfshópur um rekstur

1912013

Skýrsla Deloitte um greiningu á rekstri, fjárhagsstöðu og tækifærum.
Magnús Stefánsson Bæjarstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir helstu niðurstöður skýrslunnar og tilurð hennar.
Lagt fram.

2.Vinnulag við höfnina og vigtunarmál

2004034

Rúnar V Arnarson hafnarstjóri fór yfir breytt vinnulag við höfnina og vigtun. Unnið er á tveimur tveggja manna vöktum vegna Covid-19. Hafnarskrifstofan er að mestu lokuð, en öllum störfum við höfnina sinnt og sömuleiðis vigtun sjávarafla.Ný vog er komin til Sandgerðis og er uppsettning að hefjast. Einnig er verið að vinna í að fá fjármagn frá Vegagerðinni upp í kostnað á nýrri vog. Allur afli er vigtaður á pallvogum við skipshlið og hefur verið svo síðastliðinn mánuð. Allt starf við höfnina hefur gengið eðlilega.
Lagt fram.

3.Sandgerðishöfn - viðhaldsmál

2004035

Staða viðhaldsmála rædd. Mikill kostnaður hefur fallið á höfnina vegna veðurtjóna í vetur.
Hafnarráð telur að aukið fjármagn þurfi til viðhalds í Sandgerðishöfn, í ljósi veðurtjóna sem orðið hafa í vetur.

4.Dýpkun Sandgerðishöfn - aðgerðaáætlun stjórnvalda

2004021

Málið rætt og kynnt.
Hafnarráð leggur til að ráðist verði í þessa framkvæmd.

5.Rannsókn á innsiglingunni í Sandgerðishöfn

2004036

Haraldur Helgason fór yfir stöðu mála. Vinna er formlega hafin með Vegagerðinni.
Vinna við rannsókn á innsiglingu Sandgerðishafnar á vegum Vegagerðarinnar er hafin. Tilgangurinn er að auka öryggi stærri skipa við komu til Sandgerðishafnar.

6.Hafnasamband Íslands fundagerðir 2020

2001080

a) 419. fundur dags. 20.01.2020.
b) 420. fundur dags. 26.02.2020.
c) 421. fundur dags. 20.03.2020.
Fundargerðirnar lagðar fram.

7.Siglingaráð fundargerðir 2018 - 2019

1904056

a) 20. fundur dags. 07.11.2019.
b) 21. fundur dags. 05.12.2019.
Fundargerðirnar lagðar fram.

8.Siglingaráð fundagerðir 2020

2001081

22. fundur dags. 06.02.2020.
Fundargerðin lögð fram.

9.Önnur mál

2004037

Heimasíðugerð, þjónustukönnun og annað rætt.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?