Hafnarráð
Dagskrá
1.Sandgerðishöfn: suðurbryggja: stálþil
1806557
Staða mála.
Farið yfir framgang framkvæmda við Suðurgarð. Verkið hefur tafist og ekki gengið eins og upp var lagt með. Hafnarráð lýsir vonbrigðum með tafir verksins, sem kemur niður á þjónustu hafnarinnar og starfsemi.
2.Sandgerðishöfn - framkvæmdir og starfsemi hafnarinnar
1812031
Viðhald Sandgerðishafnar.
Sundurliðað yfirlit yfir viðhaldsverkefni, með kostnaðaráætlun verður lagt fyrir næsta fund Hafnarráðs.
3.Gjaldskrá: Sandgerðishöfn
1806805
Gjaldskrá 2019.
Samþykkt að veita heimild til afslátta af flotbryggjugjaldi vegna viðlegu smábáta til lengri tíma.
4.Starfsmannamál - almennt
1811032
Auglýst hefur verið eftir starfsmanni við höfnina og rennur umsóknarfrestur út mánudaginn 4. mars.
5.Sandgerðishöfn - stefnumótun
1902065
Samþykkt að undirbúa vinnu við stefnumótun fyrir Sandgerðishöfn. Samþykkt að fela hafnarstjóra, í samráði við formann Hafnarráðs og bæjarstjóra, að leggja fyrir Hafnarráð tillögu um vinnu við stefnumótun fyrir höfnina.
Fundi slitið - kl. 18:30.