Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

6. fundur 18. desember 2018 kl. 17:00 - 18:40 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Pálmi Steinar Guðmundsson varamaður
  • Jónas Eydal Ármannsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Davíð Ásgeirsson og Jón Sigurðsson boðuðu forföll og sátu varamenn þeirra fundinn, Pálmi Steinar Guðmundsson og Jónas Eydal Ármannsson.

1.Aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags: Endurskoðun

1807035

Tillaga að nálgunun við gerð nýs aðalskipulaga fyrir sameinað sveitarfélag lögð fram til umfjöllunar.
Ráðið leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áætlun um ferli á endurskoðun aðalskipulags sem lögð er fram samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

2.Land undir jarðgerð

1811038

Íslenska gámafélagið óskar eftir afnot af landi undir jarðgerð. Áður tekið fyrir á 5. fundi ráðsins, mál nr. 2.
Umhverfisfulltrúi leggur fram frekari gögn vegna málsins.
Samþykkt að heimila landnotkun undir jarðgerð skv. fyrirhuguðum hugmyndum til reynslu í 3 ár. Umhverfisfulltrúa falið að útfæra frekari skilmála um notkun svæðisins gagnvart umsækjanda.

3.Vörðubraut 4 - umsókn um lóð

1811066

Sigurður Helgi Magnússon sækir um lóðina Vörðubraut 4 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt

4.Sjónarhól 1 - umsókn um lóð

1811067

Gunnlaugur Hilmarsson sækir um lóðina Sjónarhóll 1 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt

5.Þinghóll 5 - umsókn um lóð

1812068

Sara Ósk Halldórsdóttir sækir um lóðina Þinghól 5 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt

6.Vallargata 4 - breyting á skráningu og skipulagi bílskúrs og húss

1812047

Eigandi Vallargötu 4 óskar eftir að fá að skrá efri hæð hússins sem sér íbúð og innrétta bílgeymslu íbúðar neðri hæðar sem íbúðarherbergi skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi.

7.Nátthagi 8 - lögheimilisskráning

1810073

Eigendur Nátthaga 8 óska eftir lögheimilisskráningu skv. meðfylgjandi erindi. Erindi vísað til umfjöllunar í Framkvæmda- og skipulagsráði frá bæjarráði.
Svæðið við Nátthaga er skipulögð frístundabyggð. Samkvæmt gildandi lögheimilislögum er óheimilt að skrá lögheimili í skipulagðri frístundabyggð sbr. breytingarlög nr. 149/2006. Eina færa leiðin til að Þjóðskrá heimili lögheimilisskráningu í Nátthaga er að sveitarfélagið breyti skipulagi byggðarinnar úr frístundabyggð í íbúðarhúsabyggð. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um að gera slíkar aðalskipulagsbreytinar.

8.Skipulag og þróun verndarsvæða í byggð:Umsókn um styrk

1812063

Kynning á styrkveitingu Minjastofnunnar og verkefninu vernarsvæði í byggð vegna Útgarðs.
Lagt fram til kynningar

9.Sandgerðisskóli - flokkunarmál

1812067

Hugmyndir Sandgerðisskóla á flokkun sorps kynntar.
Ráðið fagnar því að hafist verði handa við aukna flokkun í skólum sveitarfélagsins og vill jafnframt hvetja fleiri fyrirtæki og stofnanir innan sveitarfélagsins til góðra verka á þessum vettvangi. Umhverfisfulltrúa falið að leggja mat á hugmyndir skólastjórnenda og leggja til samráð fyrir stofnanir sveitarfélagsins í sorpflokkunarmálum.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Getum við bætt efni síðunnar?