Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

5. fundur 20. nóvember 2018 kl. 17:00 - 17:15 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skagabraut 43-45 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

1811048

Hermann Jónsson óskar eftir að skipulagi á parhúsalóðinni Skagabraut 43-45 verði breytt þannig að heimilt verði að byggja þar hús á einni hæð í stað tveggja. Einnig óskar málsaðili eftir að fá lóðinni úthlutað verði slíkt heimilað.
Samþykkt að heimila ósk um breytingu og úthluta lóðinni til umsækjanda.

2.Land undir jarðgerð

1811038

Íslenska gámafélagið óskar eftir afnot af landi undir jarðgerð skv. meðfylgjandi erindi.
Ráðið felur umhverfisfulltrúa að afla gagna af reynslu annarra sveitarfélaga af sambærilegri jarðgerð.

3.Hafnargata 4a - umsókn um byggingarleyfi - Íbúðarherbergi fyrir starfsmenn og uppfærð brunahönnun húss

1810126

Eigandi Hafnargötu 4a óskar eftir að fá að breyta hluta af efri hæð í íbúðarherbergi fyrir starfsmenn.
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdanna.

4.Dynhóll 3 - umsókn um byggingarleyfi

1810127

Lóðarhafi sækir um byggingarleyfi vegna byggingar einbýlishúss.
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdanna.

5.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - Skagagarðurinn

1810120

Kynning á umsókn um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til framkvæmda við að gera Skagagarðinn að nýjum ferðamannastað og með áhugaverðri gönguleið meðfram Skagagarði milli Útskála og Kirkjubóls.
Lagt fram til kynningar.

6.Garður & Sandgerði - Eignir sveitarfélagsins

1811009

Eignayfirlit sveitarfélagsins lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Getum við bætt efni síðunnar?