Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

4. fundur 30. október 2018 kl. 17:00 - 18:45 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags: Endurskoðun

1807035

Lagt fram til kynningar og umræðu
Formanni ráðsins og skipulagsfulltrúa falið að gera verklagsáætlun í samræmi við umræður á fundinum fyrir næsta fund ráðsins.

2.Tjarnargata 6- Umsókn um breytingu á notkun húsnæðis

1806475

Grenndarkynning til eigenda Tjarnargötu 4 vegna breyttrar notkunar á Tjarnargötu 6 lögð fram til umsagnar.

Málið var upphaflega tekið fyrir á 495. fundi Húsnæðis- skipulags- og byggingarráðs Sandgerðisbæjar þar sem eftirfarandi bókun var gerð;
Ráðið tekur jákvætt í erindið en óskað er eftir teikningum af útliti húss og gerð sé grein fyrir fyrirkomulagi bílastæða og sorps. Húsið er upphaflega byggt fyrir athafnastarfssemi, verslun eða þjónustu og hefur verið í slíku hlutverki frá upphafi. Byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna og grendarkynna erindið.
Ráðið, f.h. Tjarnargötu 4, gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á Tjarnargötu 6. Skilyrði verður sett um að baklóð hússins verði girt í lóðarmörkum að Strandgötu 1c og eigendum þeirrar fasteignar verði einnig grenndarkynnt erindið. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi með þeim fyrirvara að ekki berist athugasemdir fyrir athugasemdafrest yfirstandandi grenndarkynningar.

3.Keflavíkurflugvöllur - Skipulagsreglur

1810110

Tillaga að skipulagsreglum fyrir Keflavíkurflugvöll lögð fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við tillögu að skipulagsreglum fyrir Keflavíkurflugvöll.

4.Þinghóll 3: umsókn um lóð

1809100

Gunnar Borgþór Sigfússon sækir um lóðina Þinghól 3 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt

5.Fjöruklöpp 2-4

1810117

Guðmundur Ingi Ólafsson sækir um Fjöruklöpp 2-4 undir byggingu parhúss. Líba ehf sem áður hafði fengið lóðinni úthlutað hefur skilað lóðinni inn.
Samþykkt

6.Strandgata 22 - DRE 323 - Ný raforkudreifistöð HS Veitna

1810114

HS Veitur óska eftir að fá að staðsetja raforkudreifistöð við Strandgötu 22 skv. meðfylgjandi tillögu.
Staðsetning samþykkt með þeim fyrirvara að lóðarhafi gefi yfirlýsingu um samþykki á fyrirhugaðri staðsetningu.

7.Asparteigur - DRE 431 - Ný raforkudreifistöð HS Veitna

1810116

HS Veitur óska eftir að fá lóð undir raforkudreifistöð við Asparteig í Klappa- og Teigahverfi skv. meðfylgjandi tillögu.
Skipulagsfulltrúa falið að gera tillögu um aðra staðsetningu í samráði við umsækjanda.

8.Reyniteigur - DRE 413 - Ný raforkudreifistöð HS Veitna

1810115

HS Veitur óska eftir að fá lóð undir raforkudreifistöð við Reyniteig í Klappa- og Teigahverfi skv. meðfylgjandi tillögu.
Samþykkt

9.Moshús I,II,III, Stafnesi - Deiliskipulag

1810104

GKO arkitekt óskar eftir heimild sveitarfélagsins til að fá að vinna deiliskipulag af landsvæði Moshúsa skv. meðfylgjandi hugmyndum sem fylgja erindinu.
Fyrirhugaðar hugmyndir eru ekki í samræmi við gildandi Aðalskipulag Sandgerðisbæjar 2008-2024 og því leggur ráðið til að landeigandi kynni tillögu/hugmyndir sínar frekar fyrir ráðinu með t.t. fyrirhugaðrar endurskoðunar á Aðalskipulagi sameinaðs sveitarfélags.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?