Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

3. fundur 18. september 2018 kl. 17:00 - 19:20 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Hannes Jón Jónsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Laufey Erlendsdóttir boðaði forföll og sat Hannes Jón Jónsson varamaður fundinn í hennar stað.

Gestir fundarins undir máli 1 og 2 voru Helga Bragadóttir og Birkir Einarsson frá Kanon arkitektum.

1.Verndarsvæði í byggð

1806563

Kanon arkitektar kynna tillögu að verndarsvæði í byggð í Sandgerð.
Samþykkt að vísa tillögunni til kynningar hjá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

2.Deiliskipulag: Garðskagi

1809067

Kanon arkitektar kynna frumdrög af deiliskipulagi á Garðskaga.
Ákveðið að vinna áfram að tillögunni.

3.Aðalskipulag Sandgerðisbæjar 2008-2024:Tillaga að breytingu 2018

1806469

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024 lögð fram.
Ráðið samþykkir að auglýsa tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Íbúðasvæði sunnan Sandgerðisvegar:Tillaga að deiliskipulagi 2018

1806454

Tillaga að deiliskipulagi íbúðarsvæðis sunnan Sandgerðisvegar lögð fram.
Ráðið samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íbúðarsvæðis sunnan Sandgerðisvegar samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013-2030

1806177

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013-2030 lögð fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við breytingartillögu á Aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar.

6.Deiliskipulag á Keflavíkurflugvelli - Vestursvæði

1809068

Tillaga að deiliskipulagi á vestursvæði Keflavíkurflugvallar lögð fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi Keflavíkurflugvallar - Vestursvæði.

7.Sjónarhóll 10: umsókn um lóð

1809028

Jóhanna Halldórsdóttir sækir um lóðina Sjónarhól 10. Umsækjandi hafði áður fengið lóðinni Þinghól 2 úthlutað en óskar um leið eftir að skila þeirri lóð til baka.
Samþykkt

8.Suðurgata 20: umsókn um byggingarleyfi: viðbygging við bílgeymslu

1806550

Eigandi fasteignar sækir um byggingarleyfi vegna stækkunar á bílgeymslu. Samþykki nágranna fylgir með erindinu.
Ráðið samþykkir fyrirhuguð byggingaráform. Byggingarfulltrúa falin afgreiðsla byggingarleyfis.

9.Heiðarholt 8: umsókn um byggingarleyfi: viðbygging

1809053

Eigandi fasteignar óskar eftir leyfi fyrir byggingu sólstofu á suðurhlið hússins.
Ráðið samþykkir fyrirhuguð byggingaráform sem eru í samræmi við gildandi deiliskipulag. Byggingarfulltrúa falin afgreiðsla byggingarleyfis.

10.Stafnesvegur 14: umsókn um byggingarleyfi

1809029

Eigandi fasteignar sækir um leyfi til að fá að breyta bílgeymslu í íbúðarherbergi. Samþykki nágranna fylgir erindinu.
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falin afgreiðsla byggingarleyfis.

11.Breiðhóll 1: umsókn um byggingarleyfi

1808078

Lóðarhafi sækir um byggingarleyfi til byggingar á einbýlishúsi skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið samþykkir fyrirhuguð byggingaráform. Byggingarfulltrúa falin afgreiðsla byggingarleyfis.

12.Gauksstaðavegur 6a: umsókn um stöðuleyfi

1809094

Eigandi Gauksstaðavegs 6a óskar eftir stöðuleyfi fyrir gám vegna endurbyggingar húss.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.

13.Brimklöpp 11: umsókn um lóð

1809095

Jóhann Kristján Arnarsson sækir um lóðina Brimklöpp 11
Samþykkt

14.Brimklöpp 2: umsókn um lóð

1809096

Karl Júlíusson sækir um lóðina Brimklöpp 2
Samþykkt

15.Aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags: Endurskoðun

1807035

Minnisblað frá VSÓ Ráðgjöf lagt fram til umræðu.
Lagt fram til kynningar og áfram verður unnið að málinu í samræmi til umræður á fundinum.

16.Sameinað sveitarfél. Garðs og Sandgerðis: umhverfisstefna

1806561

Drög að umhverfis- og loftlagsstefnu sameinaðs sveitarfélags lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

17.Framkvæmdaráætlun verklegra framkvæmda 2018

1808043

Framkvæmdir sem verið hafa í vinnslu og eru framundan kynntar fyrir ráðinu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:20.

Getum við bætt efni síðunnar?