Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

2. fundur 21. ágúst 2018 kl. 17:00 - 19:45 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Sandgerðisbæjar 2008-2024:Tillaga að breytingu 2018

1806469

Umsagnir og athugasemdir sem bárust við lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar lagðar fram og tillaga að viðbrögðum við þeim.
Sjö umsagnir og athugasemdir bárust. Framlögð tillaga er unnin með t.t. þeirra ábendinga sem bárust. Samþykkt að kynna tillöguna fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.

2.Íbúðasvæði sunnan Sandgerðisvegar:Tillaga að deiliskipulagi 2018

1806454

Tillaga að nýju deiliskipulagi íbúðabyggðar sunnan Sandgerðisvegar lögð fram.
Ráðið samþykkir drög að deiliskipulagi íbúðarsvæðis sunnan Sandgerðisvegar og leggur til við bæjarstjórn auglýsa tillöguna.

3.Aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags: Endurskoðun

1807035

Bæjarstjórn samþykkir að hefja endurskoðun Aðalskipulags sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs og felur Framkvæmda-og skipulagsráði að vinna verkefnislýsingu fyrir endurskoðunina þar sem fram komi verk-, tíma-og kostnaðaráætlun.
Umhverfissviði og formanni ráðsins falið að undirbúa málið í samræmi við umræður á fundinum.

4.Kjörnar nefndir: erindisbréf

1808028

Drög að erindisbréfi fyrir Framkvæmda og skipulagsráð lagt fram til umsagnar.
Bryndísi falið að uppfæra erindisbréfið í samræmi við umræður á fundinum.

5.Fráveita: Samþykkt um fráveitu

1808017

Til umræðu fráveitugjald í sveitarfélaginu
Ráðið leggur til að fyrirkomulag fráveitumála verði óbreytt í sveitarfélaginu.
Ráðið leggur til að bæjarstjórn samræmi fráveitugjald (holræsagjald) og stofngjald fráveitu í sveitarfélaginu.

6.Vatnsveita: Gjaldskrá vatnsveitu

1808018

Til umræðu samþykkt um vatnsveitu
Ráðið leggur til að bæjarstjórn breyti samþykkt um vatnsveitu og stefnt verði að því að gjöld milli byggða í sveitarfélaginu verði eins sambærileg og unnt er.

7.Gjaldskrár: sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs

1806803

Tillaga að gjaldskrá lögð fram. Ráðið fjalli um þá gjaldaliði sem heyri undir verkefnasvið þess.
Ráðið leggur til að bæjarstjórn samræmi gatnagerðargjöld í sveitarfélaginu og lóðarleigu.

8.Sunnubraut 3: Umsókn um byggingarleyfi: Bráðabirgðastækkun leikskólans Gefnarborgar

1807039

Niðurstaða grenndarkynningar lögð fram.
Tvær athugasemdir bárust í kjölfar grenndarkynningar. Samþykkt að fresta áformum um bílastæði fyrir starfsfólk við suðausturenda lóðar með t.t. athugasemda sem bárust en samþykkja fyrirhuguð byggingaráform að öðru leiti.

9.Fálkavöllur 8: Umsókn um byggingarleyfi:Stækkun eldsneytisbirgðastöðvar

1808041

EBK ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun eldneytisbirgðastöðvar fyrirtækisins við Fálkavöll 8
Ráðið samþykkir fyrirhuguð byggingaráform. Byggingarfulltrúa falin afgreiðsla byggingarleyfis.

10.Sjónarhóll 8: umsókn um byggingarleyfi

1807040

Lóðarhafi sækir um byggingarleyfi vegna byggingar einbýlishúss.
Ráðið samþykkir fyrirhuguð byggingaráform. Byggingarfulltrúa falin afgreiðsla byggingarleyfis.

11.Bjarg: Húsnæði: stofnframlag

1806474

Tillaga að nýrri lóð undir 5 íbúða raðhús sem Bjarg íbúðafélag mun byggja lögð fram.
Ráðið leggur til að Bjarg íbúðafélag sæki um lóðina Fjöruklöpp 26-34 Garði undir byggingu 5 íbúða raðhúss sem félagið hyggst reisa.

12.Lækjamót 81-83: umsókn um lóð

1807078

Fagurhóll Investments ehf.sækir um lóðina Lækjamót 81-83 Sandgerði undir byggingu parhúss.
Samþykkt.

13.Lækjamót 73-75: umsókn um lóð

1807077

Pixum fasteignafélag og Fagurhóll Investments ehf.sækir um lóðina Lækjamót 73-75 Sandgerði undir byggingu parhúss.
Samþykkt að úthluta lóðinni til Pixum fasteignafélags.

14.Þrastarland 1-16: umsókn um lóðir

1807106

Bragi Guðmundsson ehf sækir um lóðirnar Þrastarland 1-16 til byggingar á 15 íbúðum í par- og keðjuhúsum.
Samþykkt

15.Brimklöpp 10: umsókn um lóð

1807109

Tómas Jónsson sækir um lóðina Brimklöpp 10 Garði undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

16.Brimklöpp 11: umsókn um lóð

1808001

Sævar Þór Svanlaugsson sækir um lóðina Brimklöpp 11 Garði undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt

17.Fjöruklöpp 17-19: umsókn um lóð

1808026

Paul Ragnar Kummer sækir um lóðina Fjöruklöpp 17-19 Garði undir byggingu parhúss.
Samþykkt

18.Þinghóll 2: umsókn um lóð

1808004

Jóhanna Halldórsdóttir sækir um lóðina Þinghóll 2 Sandgerði undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt

19.Bjarmaland 15: bílastæði: breyting á staðsetningu

1808045

Eigandi Bjarmalands 15 óskar eftir að fá samþykkt 2 viðbótarbílastæði á lóð sína sem snýr að Klapparstíg. Samþykki nágrannalóðar, Klapparstíg 8, fylgir erindinu.
Samþykkt að leyfa 2 viðbótarstæði á lóð.

20.Stækkun Keflavíkurfluvallar: kynning á drögum að matsáætlun

1807105

Drög að tillögu að matsáætlun vegna stækkunar Keflavíkurflugvallar lagt fram til kynningar í samræmi við reglugerð um mat á umhverfisáhrifum.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við drög að tillögu um matsáætlun.

21.Framkvæmdaráætlun verklegra framkvæmda 2018

1808043

Framkvæmdir sem hafa verið í vinnslu og eru framundan kynntar fyrir ráðinu.
Máli frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Getum við bætt efni síðunnar?