Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

1. fundur 06. júlí 2018 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson sviðsstjóri umhverfis-, skipulags- og byggingamála
Dagskrá

1.Íbúðasvæði sunnan Sandgerðisvegar:Tillaga að deiliskipulagi 2018

1806454

Kanon arkitektar kynna vinnslutillögu að nýju deiliskipulagi íbúðabyggðar sunnan Sandgerðisvegar
Kanon arkitektum falið að fullvinna áfram tillögu að deiliskipulagi í samræmi við umræður á fundinum.

2.Aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags: Endurskoðun

1807035

Sveitarstjórn ber að loknum kosningum að meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins skv. 35. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Ráðið leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að fram fari heildarendurskoðun á aðalskipulagi sameinaðs sveitarfélags.

3.Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013-2030

1806177

Verkefnis- og matslýsing og vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar lögð fram til umsagnar eða ábendinga.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við lýsingu verkefnis og vinnslutillögu.

4.Umsókn um leyfi fyrir skilti: Tímabundin notkun í nágrenni Rósaselstorgs

1806173

Útvör ehf. óskar eftir leyfi til að fá að setja tímabundið niður aulýsingaskilti í nágrenni Rósaselstorgs skv. meðfylgjandi erindi.
Umsókn synjað.

5.Fálkavöllur 2: Umsókn um byggingarleyfi:Þjónustubygging, mhl.03

1806532

Iceeignir sækja um byggingarleyfi vegna stækkunar á Fálkavöllum 2.
Byggingaráform samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdanna.

6.Sunnubraut 3: Umsókn um byggingarleyfi: Bráðabirgðastækkun leikskólans Gefnarborgar

1807039

Sameinað veitarfélag Sandg./Garðs sækir um byggingarleyfi til tímabundinnar 214 m2 stækkunar á leikskólanum Gefnarborg í Garði skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í umsóknina og felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna erindið.

7.Brimklöpp 10: umsókn um lóð

1807018

Harpa Lind Magnúsdóttir sækir um lóðina Brimklöpp 10 undir byggingu einbýlishúss og lóðina Brimklöpp 4 til vara.
Samþykkt að úthluta lóðinni Brimklöpp 4 til umsækjanda þar sem lóðinni Brimklöpp 10 hefur þegar verið nýlega úthlutað.

8.Sjávarbraut 39,41,43: umsókn um lóð

1806491

Kambfell ehf sækir um lóðirnar Sjavarbraut 39, 41 og 43 undir til byggingar á verkstæði geymslu og íbúðum.
Samþykkt að úthluta umsækjanda lóðunum sem hafa verið endurnúmeraðar og heita nú Sjávarbraut 9a, 9b og 9c í stað 39, 41 og 43.

9.Nátthagi 9: umsókn um lóð

1807019

Marta Eiríksdóttir sækir um lóðina Nátthaga 9 en sá aðili sem áður hafði fengið lóðinni úthlutað hefur fallið frá umsókn.
Samþykkt að úthluta umsækjanda lóðinni.

10.Sjónarhóll 4: umsókn um lóð

1806490

Einar Pétur Jónsson og Kristín Magdalena Dagmannsdóttir sækja um einbýlishúsalóðina Sjónarhól 4 í Sandgerði.
Samþykkt að úthluta umsækjendum lóðinni.

11.Umsókn um lóð undir einbýlishús

1806489

SRX ehf óskar eftir lóð undir 70 m2 einbýlishús í Sandgerði.
Ekki eru til úthlutunar sem stendur lóðir fyrir þetta lítil einbýlishús í Sandgerði. Þær lóðir sem eru lausar gera ráð fyrir stærri húsum. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um frekari lausnir.

12.Umsókn um parhúsalóð

1806773

Mannfreð Jóhannesson óskar eftir lóð undir parhús í Sandgerði.
Umsækjanda bent á að parhúsalóðirnar Lækjamót 73-75 og 81-83 eru báðar lausar til úthlutunar. Einnig eru lausar til úthlutunar lóðir í Garði eins og óskað er eftir.

13.Umsókn um lóð

1807034

Hoffell ehf. óskar eftir rað- eða parhúsalóð á einni hæð í Sandgerði.
Ekki eru lausar til úthlutunar raðhúsalóðir í Sandgerði sem stendur. Umsækjanda bent á að parhúsalóðirnar Lækjamót 73-75 og 81-83 eru báðar lausar til úthlutunar. Einnig eru lausar til úthlutunar lóðir í Garði eins og óskað er eftir.

14.Tjarnargata11a: ósk um að breyta verbúð í íbúð

1807027

Gistihúsið Tjörnin óskar eftir leyfi til að breyta Tjarnargötu 11a sem áður var rafverkstæði og verbúð í íbúð.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og ítrekar að sækja þarf um byggingarleyfi með tilheyrandi gögnum vegna breytinganna.

15.Norðurgata 24: umsókn um stöðuleyfi:geymslugámur

1807037

Katrín Harðardóttir sækir um stöðuleyfi fyrir gám samkvæmt meðfylgjandi umsókn.
Samþykkt að veta stöðuleyfi til 31.12.2018. Ítrekað skal að ekki verði veitt frekari stöðuleyfi fyrir þann gám sem hér um ræðir.

16.Kísilverksmiðja Stakksberg í Helguvík: tillaga að matsáætlun: endurbætur

18061409

Kynning á drögum að tillögu að matsáætlun vegna endurbóta á kísilverksmiðju Stakksberg í Helguvík.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?