Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

53. fundur 17. apríl 2024 kl. 16:00 - 18:30 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Guðlaug Helga Sigurðardóttir boðaði forföll og áttu varamenn hennar ekki heimangegnt á fundinn. Gísli Jónatan Pásson boðði einnig forföll og sat Anton Kristinn Guðmundsson varamaður fundinn.

1.Erindi frá fjáreigendum í syðra beitarhólfi

2203044

Erindi dags 04.03.2024 varðandi skerðingu á beitarlandi vegna íbúðabyggðar í Skerjahverfi. Tekið fyrir á 140. fundi bæjarráðs og vísað til umsagnar í Framkvæmdar- og skipulagsráði.
Í kaupsamningum Sandgerðisbæjar á jörðum í Bæjarskershverfi frá 1994 sem Skerjahverfi byggist á er skýrt kveðið á um það í 2. gr. samningana að "í kaupunum fylgi öll eignarráð, gögn og gæði yfir hinu selda landi hverju nafni sem nefnast í heild eða að hluta, s.s. vatnsréttindi námuréttindi, hitaréttindi, girðingar, ræktun, veiðiréttur, malarnám og önnur réttindi, þannig að eignarréttur kaupanda er án nokkurra takmarkana."
Með tilvísan í ofangreinda grein hafnar ráðið erindi fjáreigenda.

2.Umhverfis- og loftlagsstefna Suðurnesjabæjar

2209067

Umhverfis- og loftslagsstefna Suðurnesjabæjar lögð fram til umræðu og samþykktar.
Ráðið samþykkir Umhverfis- og loftlagsstefnu Suðurnesjabæjar og vísar stefnunni til samþykktar í bæjarstjórn.

3.Suðurnesjabær - Mögulegir þéttingarreitir fyrir íbúðarhúsnæði

2403036

Möguleigir þéttingareitir fyrir íbúðahúsnæði lagðir fram til kynningar og umræðu. Mál áður á dagskrá á síðasta fundi ráðsins og búið er að vinna frekari greiningu á tillögunum.
Yfirlit yfir Sandgerðishluta tillögunnar lagður fram til kynningar. Ráðið samþykkir að hafa tillögurnar til hliðsjónar við frekari skipulagsgerð í framhaldinu. Einnig samþykkir ráðið að heimila Skipulags- og umhverfissviði að hefja undirbúning á deiliskipulagsgerð íbúðasvæðis ÍB 12 í Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar.

4.Aðaltorg M12 - Breyting á aðalskipulagi

2403102

Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjanesbæjar lögð fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við tillöguna en bendir á mikilvægi þess að umferðalausnir/tengingar vegna hverfisins verði leystar innan svæðis Reykjanesbæjar þannig að Reykjanesbraut verði ekki þungamiðja innanbæjartenginga hverfisins.

5.Gerðatún Efra - Reitur við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut - Tillaga að deiliskipulagi

2202043

Tillaga að deiliskipulagi lögð fram til afgreiðslu.
Mál tekið fyrir á síðasta fundi ráðsins þar sem samþykkt var að leggja til að gerð verði verkefnislýsing á skipulagsverkefninu í samræmi við 1. mgr. 40 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Eftir yfirferð skipulagsráðgjafa Suðurnesjabæjar er ekki talin þörf á að gera verkefnislýsingu fyrir verkefnið þar sem allar forsendur eru í fullu samræmi við gildandi aðalskipulag Suðurnesjabæjar. Með vísan til þess samþykkir ráðið að auglýsa og kynna fram lagða tillögu að deiliskipulagi reits við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut skv. 41. gr. skipulagslaga.

6.Skálareykjavegur 12 - viðbygging, svefnaðstaða á 2.hæð - fyrirspurn

2404124

Fyrirspurn lögð fram um hvort heimilað yrði að byggja nýja hæð með svefnaðstöðu fyrir starfsfólk ofan á núverandi húsnæði skv. meðfylgjandi gögnum.
Á Skálareykjavegi 12 er rekin fiskvinnsla og einnig í sambyggðri byggingu, Skálareykjavegur 10.
Mannvirkin eru í aðalskipulagi Suðurnesjabæjar á svæði sem skilgreint er sem athafnasvæði (AT-2).
Í almenna kaflanum í greinargerð aðalskipulagsins kemur m.a. fram að „telji ráðið að fyrirhuguð starfsemi fari ekki saman við starfsemi sem fyrir er eða nærliggjandi íbúðarbyggð, getur hún hafnað umsókninni eða bent á aðra lóð“.

Ráðið telur að nýting fyrirhugaðrar stækkunar til gistingar, fari ekki saman við þá starfsemi sem fyrir er á lóðinni. Erindi hafnað.

7.Skagabraut 33 - gestahús - fyrirspurn

2404123

Fyrirspurn lögð fram um hvort heimilað yrði að byggja 36 m2 stakstætt gestahús á lóð skv. meðfylgjandi gögnum.
Samkvæmt skilmálum gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið er m.a. kveðið á um að einungis sé hægt að byggja parhús á umræddri lóð. Einnig að byggingar skulu vera innan byggingarreits, en á uppdrætti sem fylgdi erindinu er fyrirhugað gestahús utan byggingarreits. Erindi hafnað.

8.Skagabraut 18 - umsókn um byggingarleyfi - breyting á bílskúr

2403003

Eigenduróska eftir að fá að breyta notkun á bílgeymslu á lóð í íbúðarherbergi skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna breytta notkun húsnæðis.

9.Reglur um úthlutun lóða í Suðurnesjabæ

2110054

Reglur og skilmálar um úthlutun lóða lagðar fram til umræðu og rýni.
Lagt fram til umræðu. Samþykkt að leggja fram til samþykktar í bæjarstjórn með áorðnum breytingum.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?