Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

51. fundur 06. febrúar 2024 kl. 16:00 - 18:15 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Gísli Jónatan Pálsson aðalmaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Jóhann Ingi Kjærnested Þorvaldsson varamaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Guðlaug Helga Sigurðardóttir og Elín Frímannsdóttir boðuðu forföll og sátu Jóhann Ingi Kjærnested og Sigursveinn Bjarni Jónsson varamenn fundinn í þeirra stað.

1.Keflavíkurborgir - Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

2401070

Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjanesbæjar og nýs deiliskipulags fyrir íbúðasvæðið Keflavíkurborgir lögð fram til umsagnar.
Ráðið leggur áherslu á að fyrirhuguð uppbygging hafi ekki áhrif á umferðarflæði og hraða um Garðskagaveg frá því sem nú er.

2.Bræðraborgarland - þétting íbúðabyggðar - Fyrirspurn

2202070

Eigendur Bræðraborgarlands leggja fram nýja fyrirspurn um þéttingu íbúðabyggðar með breyttri tillögu. Fyrri fyrirspurn síðast tekin fyrir á fundi ráðsins þann 29.3.2023.
Tillaga að uppbyggingu sem fylgir erindinu er ekki í samræmi við fyrri afgreiðslu ráðsins. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um fækkun húsa og útfærslu í samræmi við umræður ráðsins og fyrri afgreiðslu.

3.Tjaldsvæði á Garðskaga - Umsókn um lóð fyrir þjónustuhús og gerð samstarfssamnings um rekstur tjaldsvæðis

2401042

I-stay ehf. sækja um lóð sem er auðkennd sem byggingarreitur F í nýju/breyttu deiluskipulaginu á Garðskaga undir þjónustuhús fyrir tjaldsvæði skv. meðfylgjandi erindi. Samhliða óskar umsóknaraðili eftir viðræðum við sveitarfélagið um gerð sambærilegs samstarfssamings um rekstur tjaldsvæðis á svæðinu og er um tjaldsvæðið í Sandgerði.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og leggur til að umsækjanda verði úthlutuð lóðin til uppbyggingar á tjaldsvæði við Garðskaga með fyrirvara um gerður verði samstarfssamningur um rekstur svæðisins samhliða milli I-Stay og Suðurnesjabæjar. Sigursveinn Bjarni vék af fundi undir afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.

4.Hafnargata 4 - umsókn um lóð

2402004

Artic Ocean Seafood sækir um lóðina Hafnargata 4 undir byggingu fiskvinnsluhúss skv. meðfylgjandi umsókn.
Samþykkt að úthluta Artic Ocean lóðinni til uppbyggingu á fiskvinnsluhúsi.

5.Skálareykjavegur 12 - fyrirspurn - viðbygging

2401022

Eigandi Skálareykjavegar 12 leggur fram fyrirspurn um hvort heimiluð yrði stækkun núverandi húsnæðis skv. meðfylgjandi erindi.
Samþykkt að heimila stækkun í ljósi þess að þegar hafa verið steyptar undirstöður undir samskonar stækkun í tengslum við eldri byggingaráform sem aldrei náðu fram að ganga.

6.Brekkustígur 5 - fyrirspurn - breyting á þaki og stækkun húss

2401076

Eigandi Brekkustígs 5 leggur inn fyrirspurn hvort heimilað yrði að fjarlægja núverandi þak og byggja nýtt með annarskonar þakformi skv. meðfylgjandi gögnum.
Í Byggða- og húsakönnun af tilgreindu svæði í Sandgerði, dags september 2018, er lagt til að Brekkustígur 5 njóti verndar með hverfisvernd þar sem húsið ásamt fleirum í sömu götulínu hafi varðveislugildi sem hluti götumyndar og sé fulltrúi síns tíma í byggingarsögunni. Gagngerum breytingum á þakformi hússins er því hafnað.

7.Áramót

2312026

Bókun Ferða- safna- og menningarráðs frá fundi ráðsins 23.01.2024, þar sem óskað er eftir að Framkvæmda- og skipulagsráð sikil tillögum að svæði fyrir áramótabrennu til framtíðar, tekin til umfjöllunar.
Mögulegar framtíðarstaðsetningar ræddar. Afgreiðslu máls frestað og umhverfisfulltrúa falið að vinna málið frekar á milli funda.

8.Grindavík - húsnæðismál

2401055

Minnisblað varðandi húsnæðismál Grindvíkinga lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

9.Húsnæðisáætlun

2109054

Húsnæðisáætlun Suðurnesjabæjar 2024 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

10.Framkvæmdir í Suðurnesjabæ 2024

2311063

Framkvæmdaráætlun nýframkvæmda og stærstu viðhaldsverkefni 2024 lögð fram til kynningar. Einnig eru fjárfestingar Umhverfismiðstöðvar kynntar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?