Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

50. fundur 03. janúar 2024 kl. 16:00 - 18:45 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Guðlaug Helga Sigurðardóttir aðalmaður
  • Gísli Jónatan Pálsson aðalmaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Eyjólfur Þór Magnússon, nýráðin forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar Suðurnesjabæjar var gestur fundarins í máli nr. 1.

1.Snjómokstur-Umhverfismiðstöð

2301060

Deildarstjóri umhverfismála fer yfir fyrirkomulag snjómoksturs og hálkuvarna í Suðurnesjabæ 2023-2024.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

2.Þróun Reykjanesbrautar milli Fitja og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar

2311081

Fundargerð stýrihóps lögð fram til kynningar og umræðu. Einnig er lagt fram bréf frá Kadeco þar sem óskað er eftir staðfestingu Suðurnesjabæjar á tilnefningu sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs sem fulltrúa Suðurnesjabæjar í stýrihópinn.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Ráðið leggur til að sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs verði fulltrúi Suðurnesjabæjar í stýrihópi um þróun Þeykjanesbrautar.

3.Ásbrú til framtíðar - Rammahluti aðalskipulags

2312065

Reykjanesbær í samstarfi við Kadeco leggur fram kynningu á framtíðarsýn fyrir Ásbrú til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða framtíðarsýn Reykjanesbæjar og Kadeco á Ásbrúarsvæðinu.

4.Beitarhólf

2312030

Fjárbændur óska eftir leyfi til áburðardreifingar með lífrænum áburði á beitarhólf á Miðnesheiði skv. meðfylgjandi erindi.
Ráðið tekur jákvætt í erindið. Lögð er áhersla á að áburðardreifing verði tímasett með t.t. hagstæðra vindátta og í fullu samráði við deildarstjóra umhverfismála.

5.Hraðahindrun á Steinhól og Hólagötu - Áskorun frá íbúum

2311071

Íbúar við Hólagötu óska eftir fjöldun hraðahindrana skv. meðfylgjandi áskorun og tillögu.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og skipulagssviði falið að skoða frekari útfærslu.

6.Norðurgata 11a - Ósk um bráðabirgðastækkun vegna vinnslufalls í Grindavík

2311073

Rekstraraðilar N.G.Fish ehf. óska eftir bráðabirgðastækkun vegna frystiaðsöðu fyrirtækisins ásamt því að óska eftir nýrri atvinnulóð fyrir framtíðaraðstöðu fyrirtækisins.
Máli frestað til næsta fundar.

7.Uppbygging við Garðskaga - Umsókn um lóð

2106097

Mermaid ehf. sækir um lóð á Garðskaga undir nýja heilsulind sem er auðkennd í nýju Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar og endurskoðuðu deiliskipulagi Garðskaga sem byggingarreitur E. Umsóknin er í samræmi við vilsjayfirlýsingu Suðurnesjabæjar við sömu aðila dags. 15. júlí 2021 og viðauka dags. 15. ágúst 2022.
Samþykkt að úthluta Mermaid ehf. lóðinni.

8.Gerðatún Efra - Reitur við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut

2202043

Tillögur af hústýpum lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

9.Deiliskipulag Hafnarsvæði í Sandgerði - Suðursvæði

2312057

Skipulagsfulltrúi undirbýr nú tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir suðurhluta hafnarsvæðisins í Sandgerði. Fyrri tillögur sem unnar voru 2007, en aldrei voru fullkláraðar eru lagðar fram til kynningar og umræðu ásamt öðrum hugmyndum um svæðið.
Skipulagsfullrúa falið að vinna deiliskipulagslýsingu fyrir hluta svæðisins.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?