Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

48. fundur 25. október 2023 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Gísli Jónatan Pálsson aðalmaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Ingi Kjærnested Þorvaldsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Guðlaug Helga Sigurðardóttir boðaði forföll og sat Jóhann Ingi Kjærnested varamaður fundinn í hennar stað.

1.Deiliskipulag Garðskaga - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

1809067

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Garðskaga tekin til afgreiðslu. Tillagan var send til umsagnar hjá viðeigandi stofnunum og bárust 4 umsagnir ásamt nokkrum ábendingum frá Skipulagsstofnun. Lögð er fram tillaga að viðbrögðum við þeim ábendingum sem bárust.
Ráðið samþykkir tillögu að viðbrögðum við athugasemdum sem bárust skv. minnisblaði dags. 19.10.2023 ásamt tillögu að viðbrögðum við ábendingum í afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar dags. 24.8.2023.
Ráðið leggur til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu erindisins í samræmi við afgreiðslu Framkvæmda- og skipulgasráðs.

2.Gauksstaðir - Fyrirspurn vegna endurbyggingar á mhl. 03 og breytta staðsetningu

2307038

Grenndarkynningu lokið sbr. afgreiðslu á 47. fundi ráðsins. Tvær athugasemdir bárust.
Mál áður á dagskrá 46. og 47. fundar ráðsins. Fyrirspurnin var grenndarkynnt þeim sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta, skv. 2.mgr. 44. gr. skipulagslaga. Athugasemdir bárust á kynningartíma, þar sem mótmælt er fjölgun íbúða á svæðinu og að Gauksstaðavegur beri ekki aukna umferð með tilheyrandi ónæði á öllum tímum sólahrings, sérstaklega ef ætlunin sé að reka þar gististað. Ráðið telur að þó einhver aukning verði á umferð til og frá Gauksstöðum, þá sé vart hægt að slá því föstu að umferðaþungi verði umfram það sem eðlilegt geti talist í þéttbýli. Ráðið telur erindið samræmast aðalskipulagi og innkomnar athugasemdir ekki gefa tilefni til synjunar. Erindið er samþykkt.

3.Iðngarðar 4a - umsókn um stöðuleyfi

2310070

Umsækjandi sækir um stöðuleyfi fyrir 3 gáma vegna starfssemi fyrirtækisins skv. meðfylgjandi gögnum.
Ekki verður heimilað að gefa út stöðuleyfi fyrir gáma utan lóðar. Erindi hafnað.

4.Gauksstaðir - umsókn um stöðuleyfi

2310076

Umsækjandi sækir um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr meðan unnið er að endurbótum húss skv. meðfylgjandi gögnum
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs

5.Sjávarbraut 11 Ósk um óverulega deiliskipulagsbreytingu

2307042

Mál áður á dagskrá á 46. fundi ráðsins. Tillaga tekin fyrir á nýjan leik á grunvelli nýrra gagna.
Ráðið telur breytingu á deiliskipulagi það óverulega að hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3.

6.Umhverfis- og loftlagsstefna Suðurnesjabæjar

2209067

Greining á viðfangsefnum og stefnumótunarramma lögð fram.
Lögð fram til kynningar og umræðu. Umhverfisfulltrúa falið að vinna málið áfram.

7.Aðalskoðun leiksvæða

2011097

4 ára áætlun um endurnýjun og viðhald leiksvæða sveitarfélagsins ásamt áætluðum kostnaði hvers árs lögð fram í samræmi við bókun 13. máls á 47. fundi ráðsins.
Lögð fram til kynningar og umræðu.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?