Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

47. fundur 20. september 2023 kl. 17:00 - 19:50 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Guðlaug Helga Sigurðardóttir aðalmaður
  • Gísli Jónatan Pálsson aðalmaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Framkvæmda- og skipulagsráð - Fundardagskrá vetrarins lögð fram

2309074

Fundaráætlun vetrarins og dagskrárliðir lagðir fram til umræðu.
Fyrirhuguð vetrardagskrá lögð fram.

2.Skerjabraut 1-7 - umsókn um lóð

2309068

Keðjuhúsalóðin Skerjabraut 1-7 er auglýst til úthlutunar á nýjan leik. 5 umsóknir bárust um lóðina.
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn nr. 2 PH smíði ehf. dregin út. Til vara, umsókn nr. 4 EFA ehf.

3.Bárusker 2 - umsókn um lóð

2309057

Fjölbýlishúsalóðin Bárusker 2 er auglýst til úthlutunar á nýjan leik. 3 umsóknir bárust um lóðina.
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn nr. 3 HE verk ehf. dregin út. Til vara, umsókn nr. 2 Rætur fasteignir ehf.

4.Bárusker 6 - umsókn um lóð

2309059

Raðhúsalóðin Bárusker 6 er auglýst til úthlutunar á nýjan leik. 14 umsóknir bárust um lóðina.
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn nr. 8 Fagurhóll Investments ehf. dregin út. Til vara, umsókn nr. 1 Líba ehf.

5.Bárusker 8 - umsókn um lóð

2309060

Raðhúsalóðin Bárusker 8 er auglýst til úthlutunar á nýjan leik. 12 umsóknir bárust um lóðina.
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn nr. 11, HE Verk dregin út. Til vara, umsókn nr.5, Mótasmíði ehf.

6.Iðngarðar 19 - umsókn um lóð

2209048

Mál áður á dagskrá á 38. fundi ráðsins. Frekari gögn hafa borist og kynnigarferli deiliskipulags Iðngarða er lokið.
Samþykkt að úthluta lóðinni til Seve Iceland ehf. með fyrirvara um samþykki landeigenda fyrir útgáfu lóðarleigusamnings.

7.Gauksstaðir - Fyrirspurn vegna endurbyggingar á mhl. 03 og breytta staðsetningu

2307038

Mál áður á dagskrá 46. fundar ráðsins og er tekið fyrir að nýju á grundvelli nýrra gagna.
Byggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

8.Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar - Endurskoðun

2309047

Skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar lögð fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna.

9.Regnbogagötur

2308015

Tillaga frá íbúa lögð fram um regnbogastræti í sveitarfélaginu til að fagna fjölbreytileikanum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og leggur til að hugmyndin verði útfærð í upphafi næsta sumars. Lagt er til að óskað verði eftir tillögum að staðsetningu frá íbúum.

10.Samgönguáætlun - sjóvarnir

2210020

Minnisblað deildarstjóra umhverfismála lagt fram til kynningar og umræðu.
Lagt fram til upplýsingar.

11.Garðbraut - börn og bílaumferð

2305065

Farið yfir stöðu mála varðandi úrbætur á hluta Garðbrautar
Deildarstjóri umhverfismála fór yfir það sem búið er að gera og það sem er eftir.

12.Umferðarmál í Suðurnesjabæ

2309076

Umferðarmál við Stafnesveg lögð fram til kynningar og umræðu.
Farið yfir fyrirhugaða breikkun Stafnesvegar að Skerjahverfi ásamt breytingum á útfærslu hámarkshraða og þungatakmörkunum sem settar hafa verið á veginn.

13.Aðalskoðun leiksvæða

2011097

Staða leiksvæða lögð fram til kynningar
Ráðið felur Deildarstjóra umhverfismála að leggja fram 4 ára áætlun um endurnýjun og viðhald leiksvæða sveitarfélagsins ásamt áætluðum kostnaði hvers árs.

14.Starfsáætlun Skipulags- og Umhverfissviðs 2024

2309075

Starfsáætlun Skipulags- og umhverfissviðs lögð fram til kynningar
Lagt fram til upplýsingar og umræðu.

Fundi slitið - kl. 19:50.

Getum við bætt efni síðunnar?