Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

44. fundur 27. apríl 2023 kl. 16:00 - 18:15 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Guðlaug Helga Sigurðardóttir aðalmaður
  • Gísli Jónatan Pálsson aðalmaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Bergný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs var gestur fundarins í máli nr. 1. Þorgeir Margeirsson og Sigurður Viðar Heimisson voru gestir fundarins í máli nr. 2.

1.Reglur um búfjárhald í Suðurnesjabæ

2011032

Reglur um búfjárhald í Suðurnesjabæ lagðar fram til afgreiðslu
Ráðið leggur til að bæjarstjórn samþykki að vísa Samþykkt um búfjárhald til Matvælaráðuneytisins til staðfestingar.

2.Strandgata 10, viðbygging - umsókn um byggingarleyfi, umfangsflokkur 1

2302064

Mál áður á dagskrá á 43. fundi ráðsins. Umsækjandi leggur fram breytta uppdrætti með erindinu.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

3.Sprengjueyðingarsvæði Landhelgisgæslunnar vestan Keflavíkurflugvallar - Beiðni um umsögn

2304047

Greinargerð vegna fyrirspurnar um matsskyldu vegna fyrirhugaðs svæðis lögð fram til umsagnar
Ráðið telur að í skýrslu Verkís vegna fyrirspurnar um matsskyldu til Skipulagsstofnunar sé gerð nægjanleg grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisáhrifum og vöktun og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Bent er á að framkvæmdin er háð framkvæmdarleyfi Suðurnesjabæjar.

4.Umsókn um stöðuleyfi - Aðstaða fyrir farþegaakstur á flughlaði

2304024

Isavia sækir um stöðuleyfi fyrir tímabundna aðstöðu farþegabílstjóra skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs. Jákvæð umsögn Skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar liggur fyrir.

5.Suðurnesjabær - Umhverfismál

2302086

Umhverfisfulltrúi leggur fram gögn til kynningar og umræðu um nokkur umhverfismál í sveitarfélaginu.
Lagt fram til umræðu og kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?