Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

43. fundur 29. mars 2023 kl. 16:00 - 18:50 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Gísli Jónatan Pálsson aðalmaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Ingi Kjærnested Þorvaldsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Guðlaug Helga Sigurðardóttir boðaði forföll og sat Jóhann Ingi Kjærnested varamaður fundinn í hennar stað.

1.Stækkun Keflavíkurflugvallar - Umhverfismatsskýrsla

2303052

Umhverfisskýrsla vegna stækkunar Keflavíkurflugvallar lögð fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemd við umhverfismatsskýrslu vegna stækkun Keflavíkurflugvallar

2.Deiliskipulag: Iðngarðar: Endurskoðun

1806201

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Iðngarða lagt fram.
Framkvæmda- og skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Iðngarða í Garði skv. 41. og 42. gr. skipulagslaga.

3.Bræðraborgarland - þétting íbúðabyggðar - Fyrirspurn

2202070

Fyrirspurn byggð á tveimur tillögum landeigenda um verulega íbúðauppbyggingu á landi Bræðraborgar sem kynnt var á 40. fundi ráðsins tekin til afgreiðslu.
Í tillögu að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034, svo og í gildandi Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030, er ekki gert ráð fyrir íbúðasvæði á þeim hluta Bræðraborgarlands sem erindið snýr að. Rík áhersla er lögð á í skipulaginu að viðhalda ákveðnu búsetulandslagi og taka tillit til náttúru- og menningarminja á svæðinu og að við allar framkvæmdir á svæðinu verði horft til heildarmyndarinnar. Í því felst m.a. að uppbygging og endurgerð húsa og mannvirkja stuðli að heildaryfirbragði á svæðinu um leið og dregin sé fram sérstaða þess. Ómeðhöndluð opin náttúrusvæði verði varðveitt eins ósnortin og kostur er.
Stefna aðalskipulagsins, sem nær til þess hluta Bræðraborgarlands sem um ræðir, er mikilvæg og að það þurfa að vera skýrar forsendur fyrir því að breyta þessari stefnu um landnotkun eða aflétta takmörkun á landnotkun á svæðinu.

Erindi landeigenda Bræðraborgarlands fellur ekki að stefnu sveitarfélagsins um hverfisvernd varðandi búsetulandslag, vernd náttúru- og menningarminja, byggðamynstur, heildaryfirbragð, staðaranda og ásýnd byggðar á svæðinu.

Á hinn bóginn er bent á að takmörkuð uppbygging íbúðarhúsnæðis á Bræðraborgarlandi gæti fallið að hverfisvernd svæðisins, þ.e. að því gefnu að uppbyggingin taki tillit til náttúru- og menningarminja á svæðinu og meginstefnu um yfirbragð byggðarinnar á svæðinu austan Útskála að Gerðavegi.

Þær tillögur sem lagðar eru fram af hálfu landeigenda samræmast á engan hátt þeirri stefnu sveitarfélagsins sem sett er fram í Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar eins og að ofan er útlistað og er því hafnað í óbreyttri mynd.

4.Hafnargata 4a - Umsókn um byggingarleyfi

2303039

Eigandi Hafnargötu 4a sækir um byggingarleyfi fyrir lítilsháttar breytingum á suðurhluta núv.byggingar og nýjum meltutönkum innan lóðar skv. meðfylgjandi gögnum.
Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við deiliskipulag. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi vegna framkvæmdanna.

5.Skagabraut 56 - Fyrirspurn um gestahús á lóð

2211081

Eigendur Skagabrautar 56 óska eftir að fá að byggja gestahús á grunni gamals hænsnahúss innan lóðar. Afgreiðslu frestað á 40. fundi ráðsins en tekið á ný til afgreiðslu.
Lóðarréttindi umsækjanda eru ótvíræð. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi vegna endurbyggingu á grunni eldra húss.

6.Strandgata 10, viðbygging - umsókn um byggingarleyfi, umfangsflokkur 1

2302064

Mál áður á dagskrá 2.3.2023 á 42. fundi ráðsins undir máli 5. Viðbótarupplýsingar lagðar fram.
Erindi hafnað að því leiti sem snýr að hæð og staðsetningu tanks. Lagt er til að tankur verði staðsettur sjávarmegin við hærri byggingu (mhl.02) á lóð, þannig að ásýnd Strandgötu verði frekar í takt við þá heildarmynd sem stefnt hefur verið að við ásýnd götunnar.

7.Fyrirspurn - malbikun bílastæðis - tenging við borholu

2211111

Mál áður á dagskrá 16.12.2022 á 40. fundi ráðsins undir máli nr. 10. Kostnaðaráætlun vegna framkvæmdarinnar lögð fram.
Lagt fram til upplýsingar. Verkefni vísað til frekari áætlanagerðar skipulags- og framkvæmdarsviðs og í framhaldi af því lagt fram við gerð framkvæmdaáætlunar 2024.

8.Sjávarbraut 9a,9b,9c - umsókn um lóð

2303058

Hafsteinn Rúnar Helgason sækir um lóðina Sjávarbraut 9 a,b og c undir byggingu atvinnuhúsnæðis.
Samþykkt að úthluta umsækjanda lóðinni. Áréttað er að umsækjandi kynni sér vel deiliskipulagsskilmála svæðisins.

9.Suðurnesjabær - Umhverfismál

2302086

Umhverfisfulltrúi leggur fram drög að áætlun í umhverfismálum framundan.
Drögum að áætlun í umhverfismálum frestað til næsta fundar. Umhverfisfulltrúi fór yfir á fundinum tillögur varðandi frekari uppbyggingu og fyrirkomulag jarðvegstipps fyrir þéttbýlið í Garði. Einnig var gerð grein fyrir þeim sjóvarnarframkvæmdum sem er að ljúka á tveimur stöðum á strandlengjunni í Garði.

10.Umhverfis- og loftlagsstefna Suðurnesjabæjar

2209067

Mál áður á dagskrá 16.12.2022 á 40. fundi ráðsins undir máli nr. 11. Umhverfisfulltrúi leggur fram frekari gögn og kostnaðaráætlun í samræmi við umræður á síðasta fundi.
Ráðið leggur til að vinna verði hafin við gerð umhverfis- og loftslagstefnu skv. meðfylgjandi gögnum.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Getum við bætt efni síðunnar?