Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

41. fundur 26. janúar 2023 kl. 16:00 - 18:35 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Guðlaug Helga Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson varamaður
Fundargerð ritaði: Sigurður Hilmar Ólafsson Verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði
Dagskrá
Gísli Jónatan Pálsson boðaði forföll og sat Anton Kristinn Guðmundsson fundinn í hans stað.
Einar Jónsson skipulagsfræðingur frá Verkís var gestur fundarins. Magnús Stefánsson bæjarstjóri, sat einnig fundinn.

1.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

2101022

Tillaga að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 var auglýst frá 9. nóvember til 23. desember 2022. Farið er yfir þær athugasemdir og umsagnir sem bárust og tillögu að viðbrögðum við þeim.

Tillaga að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 ásamt umhverfismatsskýrslu var auglýst þann 9. nóvember 2022 með fresti til að skila inn umsögnum og athugasemdum til og með 23. desember 2022. Fyrir liggur minnisblað Verkís dags. 23. janúar 2023, þar sem teknar eru saman framkomnar athugasemdir og tillaga að viðbrögðum við þeim. Alls bárust umsagnir og athugasemdir frá 22 aðilum á auglýsingartímanum. Auk þess eru teknar inn athugasemdir sem bárust við kynningu lýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar vegna uppbyggingar í landi Gauksstaða og varða tillögu að aðalskipulagi. Um er að ræða athugasemdir frá 13 aðilum. Einnig erindi sem sent var fyrir hönd eigenda Balajarðarinnar og varðar sjóvarnir, en erindið barst fyrir auglýsingartímann.
Framkvæmda- og skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og ráðgjöfum að lagfæra skipulagsgögnin til samræmis við minnisblaðið og niðurstöðu fundarins. Framkvæmda- og skipulagsráð samþykkir jafnframt að leggja til við bæjarstjórn að hún samþykki Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034, ásamt umhverfismatsskýrslu og feli sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að senda Skipulagsstofnun skipulagið til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 18:35.

Getum við bætt efni síðunnar?