Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

40. fundur 15. desember 2022 kl. 16:30 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Guðlaug Helga Sigurðardóttir aðalmaður
  • Gísli Jónatan Pálsson aðalmaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag og aðalskipulagsbreyting Gauksstöðum

2209020

Umsagnarfresti lýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar er lokið. Nokkrar umsagnir og athugasemdir bárust.
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna Gauksstaða hefur verið felld inn í tillögu að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 sem nú er í auglýsingu fram til 23. desember samkvæmt ráðleggingu Skipulagsstofnunar. Meta þarf athugasemdir og ábendingar sem fram komu vegna lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar og þeirra athugasemda sem kunna að koma fram að loknum athugasemdarfresti við tillöguna áður en unnin verði deiliskipulagstillaga af svæðinu.

2.Aðalskipulag Reykjanesbæjar - Breyting - Stækkun iðnaðarsvæðis I5 - fiskeldi

2211112

Vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar lögð fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar.

3.Brimklöpp 11 - umsókn um lóð

2212003

2 umsóknir eru um einbýlishúsalóðina Brimklöpp 11
Dregið var á milli umsækjenda og urðu Lárus og Aþena Eir hlutskörpust. Elmar Ingi er dregin til vara.

4.Breiðhóll 5 - umsókn um lóð

2211097

2 umsóknir eru um einbýlishúsalóðina Breiðhól 5
Dregið var á milli umsækjenda og varð Björgvin hlutskarpari. Elmar Ingi er dregin til vara.

5.Hafnargata 6 - Umsókn um lóð

2211004

Skinnfiskur Hafnargötu 4a sækir um lóðina Hafnargötu 6 undir starfsemi fyrirtækisins.
Ráðið tekur jákvætt í erindið. Byggingarfulltrúa falið að skoða málið frekar í samráði við umsækjanda og jafnframt undirbúa stofnun lóðar.

6.Iðngarðar 25 - umsókn um lóð

2212029

Berghólar ehf. sækja um lóðina Iðngarðar 25 undir byggingu atvinnuhúsnæðis
Aðlaga þarf endurskoðun á deiliskipulagstillögu Iðngarða að tillögu aðalskipulags Suðurnesjabæjar sem nú er í auglýsingaferli. Ráðið tekur jákvætt í meðfylgjandi lóðarumsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna frekar með umsækjanda að afmörkun lóðar og staðsetningu.

7.Iðngarðar 27 - umsókn um lóð

2212031

Berghólar ehf. sækja um lóðina Iðngarðar 27 undir byggingu atvinnuhúsnæðis
Aðlaga þarf endurskoðun á deiliskipulagstillögu Iðngarða að tillögu aðalskipulags Suðurnesjabæjar sem nú er í auglýsingaferli. Ráðið tekur jákvætt í meðfylgjandi lóðarumsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna frekar með umsækjanda að afmörkun lóðar og staðsetningu.

8.Gerðavegur 20b - umsókn um stöðuleyfi

2211147

Björgunarsveitin Ægir sækir um stöðuleyfi fyrir gám skv. meðfylgjandi umsókn.
Samþykkt.

9.Skagabraut 56 - Fyrirspurn um gestahús á lóð

2211081

Eigendur Skagabrautar 56 óska eftir að fá að byggja gestahús á grunni gamals hænsnahúss í nágrenni lóðar.
Málið kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að kanna frekar lóðarréttindi á svæðinu og fyrirliggjandi byggingarbréf á lóðinni. Afgreiðslu frestað.

10.Fyrirspurn - malbikun bílastæðis - tenging við borholu

2211111

Golfklúbbur Sandgerðis óskar eftir því að Suðurnesjabær malbiki bílastæðin við félagsheimili klúbbsins.
Ekki er gert ráð fyrir þessari framkvæmd í fjárhagsáætlun næsta árs. Skipulags- og umhverfissviði falið að meta kostnað við óskir Gólfklúbbsins og leggja fyrir ráðið.

11.Umhverfis- og loftlagsstefna Suðurnesjabæjar

2209067

Málefni tengd umhverfis- og loftlagsstefnu Suðurnesjabæjar lögð fram til umfjöllunar.
Umhverfisfulltrúi lagði fram hugmyndir að vinnslu stefnunnar. Skipulags- og umhverfisráði falið að vinna stefnuna áfram.

12.Skálareykjavegur 12 - Umhirða lóðar og óleyfisbúseta

2211008

Staða máls kynnt
Staða máls kynnt.

13.Fjárhagsáætlun 2023-2026

2206013

Fjárfestingaráætlun Suðurnesjabæjar 2023-2026 lögð fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Framkvæmdir-Fráveita-Útrásir og hreinsistöð Garði

2212006

Drög að áætlun um endurbætur á fráveitu og útrásum í Garði lögð fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Framkvæmdir: Fráveita: Útrás og hreinsistöð við Norðurgarð

1806440

Áætlun um endurbætur á fráveitu og útrás í Sandgerði lögð fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

16.Bræðraborgarland - þétting íbúðabyggðar - Fyrirspurn

2202070

Mál áður á dagskrá á 30. fundi ráðsins 17.3.2022. Frumtillögur landeigenda lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?