Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

39. fundur 27. október 2022 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Gísli Jónatan Pálsson aðalmaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Ingi Kjærnested Þorvaldsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Guðlaug Helga Sigurðardóttir boðaði forföll og sat Jóhann Ingi Kjærnested Þorvaldsson varamaður fundinn í hennar stað.

1.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

2101022

Bréf Skipulagsstofnunar dags. 5. október 2022 lagt fram vegna athugunar stofnunarinnar á tillögu að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034. Einnig minnisblað stofnunarinnar dags. 20. september 2022 vegna athugunar á stafrænum gögnum tillögunnar. Í bréfi Skipulagsstofnunar kemur fram að stofnunin hafi farið yfir framlögð gögn og geri ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. grein skipulagslaga. Auk þess var lagt fram minnisblað Verkís dags. 24. október um uppfærslu á aðalskipulagsgögnum eftir athugun Skipulagsstofnunar og uppfærð aðalskipulagstillaga.
Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að tillaga að aðalskipulagi og umhverfismatsskýrsla hennar verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

2.Stafnesvegur 15 - Umsókn um byggingarleyfi

2210098

Suðurnesjabær sækir um byggingarleyfi vegna tímabundinnar einingabyggingar undir leikskóla að Stafnesvegi 15.
Samþykkt að fela byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

3.Heiðargarðar - umsókn um lóð

2210056

ÓR Kranar sækja um lóðina Heiðargarða 20 undir byggingu atvinnuhúsnæðis.
Lóð sem sótt er um er ekki byggingarhæf og ekki á áætlun sveitarfélagsins á næsta ári. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um aðrar mögulegar staðsetningar.

4.Landhelgisgæsla Íslands - Fyrirspurn um framtíðar sprengjueyðingarsvæði vestan Keflavíkurflugvallar

2210100

Landhelgisgæsla Íslands óskar eftir afstöðu Suðurnesjabæjar til fyrirhugaðrar staðsetningar sprengjueyðingar skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið með fyrirvara um umhverismat framkvæmdarinnar og samþykki allra hagsmunaaðila sem erindið snertir.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?