Framkvæmda- og skipulagsráð
Dagskrá
Theodóra Þorsteinsdóttir og Brynjar Vatnsdal voru gestir fundarins í máli 1 og kynntu Þróunaráætlun Isavia. Einnig sat Magnús Stefánsson fundinn sem gestur í máli 1.
1.Þróunaráætlun ISAVIA
2209055
Isavia kynnir þróunaráætlun félagsins á Keflavíkurflugvelli.
Lagt fram til kynningar.
2.Deiliskipulag og aðalskipulagsbreyting Gauksstöðum
2209020
Þegar hafin er vinna við gerð eða breytingu aðalskipulagi, þarf sveitarstjórn að taka
saman lýsingu á verkefninu og kynna fyrir Skipulagsstofnun, almenningi og öðrum
hagsmunaaðilum. Lýsing er eins konar verkáætlun um mótun tillögu að verulegri breytingu eða endurskoðun á gildandi skipulagi þar sem tildrögum og forsendum skipulagsgerðarinnar er lýst og áherslur dregnar fram.
Lýsing vegna aðalskipulagsbreytingu við Gauksstaði lögð fram skv. ofangreindu.
saman lýsingu á verkefninu og kynna fyrir Skipulagsstofnun, almenningi og öðrum
hagsmunaaðilum. Lýsing er eins konar verkáætlun um mótun tillögu að verulegri breytingu eða endurskoðun á gildandi skipulagi þar sem tildrögum og forsendum skipulagsgerðarinnar er lýst og áherslur dregnar fram.
Lýsing vegna aðalskipulagsbreytingu við Gauksstaði lögð fram skv. ofangreindu.
Ráðið samþykkir lýsinguna og leggur til að sveitarstjórn samþykki að senda til kynningar almenningi og umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila skv. 1. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr 123/2010.
3.Gerðatún Efra - Reitur við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut - Tillaga að deiliskipulagi
2202043
Mál áður tekið fyrir á 37. fundi ráðsins þar sem afgreiðslu var frestað. Skipulagstillaga málsaðila lögð fram á nýjan leik með greinargerð og svörum við fram komnum athugasemdum og umsögnum sem bárust á kynningartíma tillögunnar.
Fjölmargar athugasemdir bárust við tillöguna. Flestar athugasemdirnar snúast um hæð húsa, of mikinn fjölda íbúða, aukna umferð og sé þannig í nokkru ósamræmi við yfirbragð núverandi byggðar sem sé gróið einbýlishúsahverfi.
Í ljósi fjölmargra athugasemda íbúa við fyrirliggjandi tillögu um uppbyggingu á reitnum og yfirferð ráðsins á gögnum málsins, leggur ráðið til að tekið sé tillit til fram kominna athugasemda og að málsaðilar geri breytingu á deiliskipulagstillögunni þannig að húsin verði einungis á einni hæð og íbúðum fækkað.
Í ljósi fjölmargra athugasemda íbúa við fyrirliggjandi tillögu um uppbyggingu á reitnum og yfirferð ráðsins á gögnum málsins, leggur ráðið til að tekið sé tillit til fram kominna athugasemda og að málsaðilar geri breytingu á deiliskipulagstillögunni þannig að húsin verði einungis á einni hæð og íbúðum fækkað.
4.Eyjaholt 4 - viðbygging-bílskúr - fyrirspurn
2209053
Eigandi Eyjaholts 4, sem er íbúð í parhúsi, leggur fram fyrirspurn um hvort heimilað yrði að byggja bílgeymslu við íbúðina skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið. Byggingarfulltrúa falið að grenndarkynna fyrirhugaða stækkun.
5.Iðngarðar 19 - umsókn um lóð
2209048
Seve Iceland sækir um lóðina Iðngarðar 19 undir byggingu atvinnuhúsnæðis.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að afla frekar gagna frá umsækjanda. Jafnframt þarf að leita samþykki landeiganda á úthlutun lóðarinnar.
6.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
2112065
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs lögð fram til staðfestingar. Tillagan hefur á vinnslustigi verið kynnt á vettvangi aðildarsveitarfélaganna og hlotið meðferð í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana sbr. lög nr. 111/2021.
Í samræmi við framangreind ákvæði laga nr. 55/2003 er tillagan nú send til allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að áætluninni til formlegrar staðfestingar.
Í samræmi við framangreind ákvæði laga nr. 55/2003 er tillagan nú send til allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að áætluninni til formlegrar staðfestingar.
Ráðið leggur til að bæjarstjórn samþykki svæðisáætlunina.
7.Bréf til Framkvæmda- og skipulagráðs - Hugmyndir er varða umhverfismál í Suðurnesjabæ
2209036
Bréf til ráðsins með hugmyndir og tillögur í umhverfismálum í Suðurnesjabæ.
Ráðið þakkar bréfritara fyrir ábendingarnar sem margar hverjar eru góðar og sumar eru þegar í ferli.
8.Umhverfis- og loftlagsstefna Suðurnesjabæjar
2209067
Minnisblað frá deildarstjóra umhverfismála lagt fram til umfjöllunar.
Umhverfisfulltrúi fór yfir drög að verklagi við undirbúning umhverfis- og loftslagsstefnu fyrir Suðurnesjabæ.
9.Gervigras fjölnotahús
1911061
Skýrsla Verkís um gervigrasvöll í Suðurnesjabæ lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 19:15.