Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

37. fundur 04. ágúst 2022 kl. 16:00 - 18:30 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Guðlaug Helga Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Gísli Jónatan Pálsson aðalmaður boðaði forföll og sat Anton Kristinn Guðmundsson varamaður fundinn í hans stað.

1.Kjörnar nefndir erindisbréf

1808028

Erindisbréf Framkvæmda- og skipulagsráðsráðs.
Umræður um hlutverk ráðsins og erindisbréf lagt fram til kynningar.

2.Siðareglur kjörinna fulltrúa í Suðurnesjabæ

2205093

Siðareglur kjörinna fulltrúa lagðar fram til kynningar og staðfestingar.
Farið yfir siðareglur kjörinna fulltrúa og þær undirritaðar.

3.Gerðatún Efra - Reitur við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut - Tillaga að deiliskipulagi

2202043

Athugasemdarfresti vegna deiliskipulagstillögunar lauk 3. júní s.l. Alls bárust 13 athugasemdir við tillöguna og fylgdi undirskriftalisti íbúa einni athugasemdinni.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram með skipulagshöfundi málsaðila í samræmi við umræður á fundinum.

4.Melbraut 23 - Fyrirspurn um stækkun bílgeymslu

2207010

Eigendur Melbrautar 23 leggja fram fyrirspurn um hvort heimilað yrði að stækka bílgeymslu á lóð skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna fyrirhugaða stækkun.

5.Tjarnargata 17 - fyrirspurn - sólstofa

2206142

Eigandi Tjarnargötu 17 leggur fram fyrirspurn um hvort heimilað yrði að byggja sólstofu við núverandi íbúðahús skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið. Byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna frá umsækjanda vegna útgáfu byggingarheimildar.

6.Suðurgata 24 - fyrirspurn - breyting á húsi

2206018

Eigandi Suðurgötu 24 leggur fram fyrirspurn um hvort heimilað yrði að breyta þakformi byggingar skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið. Byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna frá umsækjanda vegna útgáfu byggingarheimildar.

7.Lækjamót 26 - Fyrirspurn um byggingu parhúss í stað einbýlishúss

2205068

Lóðarhafi Lækjamóta 26 leggur fram fyrirspurn um hvort heimilað yrði að byggja parhús í stað einbýlishúss á lóðinni skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna.

8.Brimklöpp 11 - umsókn um lóð

2206058

4 umsóknir eru um einbýlishúsalóðina Brimklöpp 11
Dregið var á milli umsækjenda og var Hafsteinn Marteinsson hlutskarpastur. Til vara var dreginn Elmar Örn Sigurðsson.

9.Þinghóll 2 - umsókn um lóð

2205053

2 umsóknir eru um einbýlishúsalóðina Þinghól 2
Dregið var á milli umsækjenda og var Elmar Örn Ragnarsson hlutskarpastur. Til vara eru dreginn Ragnar Freyr og Freyja Hrönn.

10.Dynhóll 2 - umsókn um lóð

2207054

2 umsóknir eru um einbýlishúsalóðina Dynhóll 2
Dregið var á milli umsækjenda og voru Telma Mjöll og Guðmundur Ragnar hlutskörpust. Til vara eru dregin Ómar Svavarsson og Gyða Björk.

11.Fálkavöllur 17 - umsókn um stöðuleyfi

2205073

Flugfélag Íslands sækir um stöðuleyfi fyrir 1 gám að Fálkavöllum 17 skv. meðfylgjandi umsókn.
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út stöðuleyfi.

12.Norðurgata 11 - umsókn um stöðuleyfi

2205010

N.G. Fish ehf sækja um stöðuleyfi fyrir 2 gáma á lóð sinni við Norðurgötu 11 skv. meðfylgjandi umsókn.
Fylgigögn með umsókn eru ófullnægjandi og umsókn því hafnað. Byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna frá umsækjanda vegna skipulags lóðar og áforma umsækjanda vegna áður fyrirhugaðrar stækkunar húss.

13.Göngustígur milli Garðs og Reykjanesbæjar

2207006

Erindi lagt fram frá Reykjanesbæ með ósk um afstöðu sveitarfélagsins til fyrirliggjandi gagna og fyrirspurna vegna fyrirhugaðs göngustígs.
Ráðið leggur til við bæjarstjórn að unnið verði að áætlun um lagningu göngu- og hjólreiðastígs milli þéttbýlisins í Garði og Reykjanesbæjar á allra næstu árum í samráði við Reykjanesbæ og Vegagerðina í samræmi við fyrirliggjandi forhönnun og kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir legu stígsins í tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins sem brátt verður auglýst til kynningar.

14.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

2101022

Staða á endurskoðun aðalskipulags Suðurnesjabæjar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?