Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

36. fundur 28. apríl 2022 kl. 17:00 - 19:10 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Atli Þór Karlsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Kristinn Halldórsson boðaði forföll og sat Atli Þór Karlsson varamaður fundinn.

1.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

2101022

Farið yfir athugasemdir og ábendingar við vinnslutillögu Aðalskipulags Suðurnesjabæjar og tillögu að viðbrögðum við þeim.
Framkvæmda- og skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum að lagfæra skipulagsgögnin til samræmis við minnisblað og umræður á fundinum. Ráðið leggur einnig til við sveitarstjórn að hún samþykki að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar að aðalskipulagstillagan og umhverfismatsskýrsla hennar verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

2.Aðalskipulag Garðs 2013-2030-Tillaga að aðalskipulagsbreytingu á svæðinu við Garðskaga

2105073

Vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi Garðs 2013-2030 á svæðinu við Garðskaga lögð fram til afgreiðslu.
Framkvæmda- og skipulagsráð samþykkir að kynna vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi, forsendur hennar og umhverfismat samkvæmt skipulagslögum, 36. gr. 1.mgr.(30. gr. 2. mgr.) á fullnægjandi hátt(gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð). Einnig að tillaga að deiliskipulagi sé kynnt samhliða sbr. 40. gr. 4. mgr. skipulagslaga.

3.Deiliskipulag Garðskaga - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

1809067

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Garðskaga lögð fram til afgreiðslu.
Framkvæmda- og skipulagsráð samþykkir að kynna tillögu að deiliskipulagi Garðskaga sbr. 40. gr. 4. mgr. skipulagslaga og er tillagan kynnt samhliða vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi sbr. 36. gr. 1.mgr. af sama svæði.

4.Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035

1907083

Tillaga að Aðalskipulagi Reykjanesbæjar lögð fram til umsagnar.
Framkvæmda- og skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

5.Dynhóll 2 - umsókn um lóð

2203105

Þrjár umsóknir eru um einbýlishúsalóðina Dynhóll 2:
1. Telma Mjöll Gísladóttir
2. Lukasz Sowul og Teresa Sowul
3. Ómar Svavarsson og Gyða Guðjónsdóttir
Dregið var á milli umsækjenda og urðu Lukasz og Teresa hlutskörpust.

6.Sjónarhóll 1 - umsókn um lóð

2204060

Tvær umsóknir og ein til vara eru um einbýlishúsalóðina Sjónarhól 1:
1. Andrzej Slawomir Wdowiak og Joanna Monika Wolanin
2. Bylgja Dröfn Jónsdóttir og Sigurbjörg G. Friðriksdóttir
3. Ómar Svavarsson og Gyða Guðjónsdóttir (til vara)
Dregið var á milli umsækjenda og urðu Bylgja og Sigurbjörg hlutskarpastar.

7.Þinghóll 1 - umsókn um lóð

2203095

Tvær umsóknir eru um einbýlishúsalóðina Þinghól 1:
1. Völundarhús ehf.
2. Kasper Konieczka og Marta Ryba
Samkvæmt úthlutunarreglum ganga einstaklingar fyrir umfram lögaðila við umsóknir um einbýlishúsalóðir og fá Kasper og Marta úthlutað lóðinni.

8.Þinghóll 2 - umsókn um lóð

2203096

Völundarhús ehf. sækir um lóðina Þinghól 2 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

9.Dynhóll 5 - umsókn um lóð

2203121

Sænska húsið ehf. sækir um lóðina Dynhól 5 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

10.Sjónarhóll 11 - umsókn um lóð

2204083

Ein umsókn og önnur til vara eru um lóðina Sjónarhól 11 undir byggingu einbýlishúss.
1. Hlynur Jóhannsson
2. Andrzej Slawomir Wdowiak og Joanna Monika Wolanin.
Dregið var á milli umsækjenda og var Hlynur hlutskarpastur.

11.Reglur um búfjárhald í Suðurnesjabæ

2011032

Afgreiðslu máls frestað á 28. fundi ráðsins vísað til frekari vinnslu og umsagna. Lagt fram á ný til afgreiðslu ásamt fylgigögnum.
Framkvæmda-og skipulagsráð samþykkir drög að reglum um búfjárhald í Suðurnesjabæ og leggur til við bæjarstjórn að drögin verði send viðkomandi umsagnaraðilum til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 19:10.

Getum við bætt efni síðunnar?