Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

35. fundur 16. mars 2022 kl. 17:00 - 18:45 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Reynir Þór Ragnarsson aðalmaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Einar Friðrik Brynjarsson deldarstjóri umhverfismála boðaði forföll á fundinn.

1.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

2101022

Lögð er fram vinnslutillaga Aðalskipulags Suðurnesjabæjar 2022-2034, þ.e. greinargerð og skipulagsuppdráttur.
Framkvæmda- og skipulagsráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga, ásamt
umhverfismatsskýrslu, verði kynnt íbúum og send til umsagnaraðila til umsagnar. Sviðsstjóra skipulags og umhverfissviðs í samstarfi við ráðgjafa er falið að kynna tillöguna í samræmi við ákvæði skipulagsreglugerðar, þ.e. gr. 4.6.1. Kynning aðalskipulagstillögu á vinnslustigi.“

2.Aðalskipulag Garðs 2013-2030-Tillaga að aðalskipulagsbreytingu á svæðinu við Garðskaga

2105073

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Garðs 2013-2030 á svæðinu við Garðskaga lögð fram til afgreiðslu.
Framkvæmda- og skipulagsráð samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðs 2013-2030 á svæðinu við Garðskaga ásamt umhverfisskýrslu og leggur til að bæjarstjórn samþykki að senda tillöguna til athugunar hjá Skipulagsstofnun með ósk um heimild til að auglýsa og kynna tillöguna.

3.Deiliskipulag Garðskaga - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

1809067

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Garðskaga lögð fram til afgreiðslu.
Framkvæmda- og skipulagsráð samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Garðskaga og leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa og kynna tillöguna skv. 41. og 43. gr. skipulagslaga samhliða aðalskipulagsbreytingu sama svæðis.

4.Gauksstaðir - uppbygging gistirýma - fyrirspurn

2111038

Valkostir umferðaleiða lagðir fram til afgreiðslu. Mál áður tekið fyrir á 33. fundi ráðsins.
Skipulagsfulltrúi kynnti samantekt á kostum og göllum fjögurra mismunandi aðkomuleiða að fyrirhuguðu uppbyggingarsvæði. Ráðið leggur til að leiðir A og B verði skoðaðir sem valkostir fyrir umferðaleiðir að svæðinu og heimilar landeigendum að vinna aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagstillögu í samræmi við fyrirliggjandi bókun og í samræmi við minnsblað máls frá skipulagsfulltrúa og skipulagsráðgjöfum.

5.Reitur við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut - Tillaga að deiliskipulagi

2202043

Tillaga að deiliskipulagi lögð fram til afgreiðslu. Áður tekið fyrir sem fyrirspurn á 33. fundi ráðsins.
Framkvæmda- og skipulagsráð samþykkir tillögu að deiliskipulagi reitsins og leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa og kynna tillöguna skv. 41.gr. skipulagslaga.

6.Bræðraborgarland - þétting íbúðabyggðar - Fyrirspurn

2202070

Eigendur Bræðraborgarlands óska eftir því að skoðuð verði uppbygging íbúðabyggðar á landinu i samræmi við bókun máls 3 á 30. fundi ráðsins þann 20. oktober s.l.
Erindi er ekki í samræmi við vinnslutillögu aðalskipulags og vísar ráðið málinu til frekari skoðunar hjá ráðgjöfum aðalskipulags enda ríkir hverfisvernd á svæðinu.

7.Lækjamót 26 - umsókn um lóð

2203026

Rætur byggingafélag sækja um lóðina Lækjamót 26 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.

8.Bergvík - Umsókn um afnot af landi vegna rannsóknarborunar

2203046

Carbfix ohf. óska afnota af landi vegna tilraunarborunar skv. meðfylgjandi erindi.
Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?