Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

33. fundur 16. febrúar 2022 kl. 17:00 - 19:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Kristinn Halldórsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Davíð Ásgeirsson aðalmaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Hafrún Ægisdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Reynir Þór Ragnarsson boðaði forföll og sat Hafrún Ægisdóttir varamaður fundinn í hans stað.

Lárus og Jón Steinar á Gauksstöðum voru gestir fundarins í máli 1 og kynntu þar erindi sitt.

1.Gauksstaðir - uppbygging gistirýma - fyrirspurn

2111038

Kynning frá málsaðilum um frekari útfærslu á erindinu og umferðartengingum.
Kynning lögð fram. Skipulagsfulltrúa falið að greina frekar kosti og galla mismunandi aðkomuleiða sem kynntar voru.

2.Reitur við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut - Fyrirspurn um deiliskipulag

2202043

Heiðarhús í samráði við landeigendur leggja fram fyrirspurn um heimild til deiliskipulags á reit íbúðarsvæðis milli Melbrautar og Valbrautar skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt að heimila umsækjendum gerð deiliskipulagstillögu af svæðinu í samræmi við framlagðar tillögur.

3.Hafurbjarnarstaðir C3- ósk um breytta skráningu á landareign og mannvirki á lóð

2201071

Eigendur sækja um breytta skráningu lands og húsnæðis skv. meðfylgjandi erindi.
Byggingarfulltrúa falið að útfæra skráningu í samræmi við ósk umsækjanda enda uppfyllir umsóknin settar kröfur.

4.Fálkavöllur 13-Umsókn um byggingarleyfi-Viðbygging og breytingar

2202049

Iceeignir sækja um byggingarleyfi fyrir stækkun og breytingum á Fálkavöllum 13.
Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdanna.

5.Þinghóll 5 - umsókn um lóð

2202040

Gísli Reynisson sækir um lóðina Þinghól 5 undir byggingu einbýslishúss.
Samþykkt

6.Reglur um búfjárhald í Suðurnesjabæ

2011032

Mál áður á dagskrá á 28. fundi ráðsins þar sem málinu var vísað til frekari vinnslu og umsagna tilheyrandi fagaðila.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar og umhverfisfulltrúa falið að uppfæra gögn máls í samræmi við ábendingar á fundinum.

7.Sjóvarnir í Suðurnesjabæ

2003002

Niðurstöður sjóvarnargreiningar í sveitarfélaginu kynntar.
Lagt fram til kynningar.

8.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

2101022

Fundargerðir verkefnastjórnar lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?